Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

211. fundur 20. september 2021 kl. 16:15 - 18:15 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
 • Ragnar B. Sæmundsson formaður
 • Ólafur Adolfsson varaformaður
 • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
 • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
 • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
 • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá
Ólafur Adolfsson tekur þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams.

1.Deiliskipulag Hausthús

2009134

Kynning á fyrirhuguðu deiliskipulagi við Hausthúsatorg.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Oddi Víðissyni arkitekt, Ívari Erni Þrastarsyni frá Festi og Hinrik Erni Bjarnarsyni frá N1, fyrir góða kynningu.

Höllu Mörtu Árnadóttur skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

2.Umhverfisviðurkenningar 2021

2108030

Helena Guttormsdóttir situr fundinn undir þessum lið og fer yfir tillögur frá íbúum að umhverfisviðurkenningum.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Helenu góða kynningu og felur henni að vinna málið áfram.
Helena víkur af fundi.

3.Jaðarsbakkar - uppbygging mhl.13

2109010

Tilboð var opnað í verkið "Íþróttamiðstöð á Jaðarsbökkum - jarðvinna" (mhl. 13).
Alfreð Þór Alfreðsson rekstrarstjóri áhaldahúss tekur sæti á fundinum.

Eftirfarandi tilboð bárust:
Vélaleiga Halldórs Sigurðssonar ehf. kr. 45.831.500
Skóflan hf kr. 62.450.000
Þróttur ehf. kr. 81.979.050
Kostnaðaráætlun kr. 61.152.000

Skipulags- og umhverfisráð leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.

4.Jaðarsbakkar 1 - sundlaugarsvæði

2109159

Tilboð í gufu.
Tilboð barst frá Sauna SPA í gufu, að upphæð kr. 11.392.766

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi tilboð og felur Alfreð Þór Alfreðssyni rekstararstjór áhaldahúss og Herði Kára Jóhannessyni að vinna málið áfram.

5.Teigasel-húsnæðismál

2109149

Kynning á fyrirhuguðum framkvæmdum vegna viðhalds.
Alfreð Þór Alfreðsson rekstrarstjóri áhaldahússins fór yfir fyrirhugað viðhald á Teigaseli, sem felst í að endurnýja blautrými.

Alfreð víkur af fundi eftir þennan fundarlið.

6.Deiliskipulag 1. áfangi Skógarhverfi - breyting Beykiskógar 19

2106126

Grenndarkynnt var breyting á deiliskipulagi, sem fólst í að bæta einni hæð ofan á Beykiskóga 19. Grenndarkynningu lauk 15. september 2021. Tvær athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð felur Höllu Mörtu Árnadóttur skipulagsfulltrúa að gera greinargerð vegna athugasemda.

7.Suðurgata 50a- Umsókn til skipulagsfulltrúa

2106193

Umsókn um að breyta iðnaðarhúsi í tvær íbúðir og setja rishæð samkvæmt uppdráttum. Erindið var grenndarkynnt fyrir næstu nágrönnum frá 18. ágúst til 15. september 2021. Ein sameiginleg athugasemd barst frá íbúum þriggja húsa.
Skipulags- og umhverfisráð felur Höllu Mörtu Árnadóttur skipulagsfulltrúa að gera greinargerð vegna athugasemda.

8.Baugalundur 24 - fyrirspurn til skipulagsfulltrúa

2109006

Fyrirspurn Runólfs Þ. Sigurðsson fyrir hönd lóðarhafa Baugalundar 24, um undanþágu á breytingu á deiliskipulagi.
Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

9.Kirkjugarður - gangstígur og malbikun bílastæðis

2107057

Erindi frá Akraneskirkju um göngustíg.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið og felur Höllu Mörtu Árnadóttur skipulagsfulltrúa að ræða við bréfritara.

10.Garðalundur - áskorun vegna viðhalds og minnisvarða

2107046

Erindi vísað til skipulags- og umhverfisráðs frá bæjarráði til frekari úrvinnslu.
Bréf lagt fram.

11.Umferðaröryggi 2021

2105126

Umferðaröryggi í Skógarhverfi.
Jón Brynjólfur Ólafsson verkefnastjóri kemur inn á fundinn á fjarfundarbúnaðinum Teams.
Jón fer yfir tillögur um umferðaröryggi í Skógahverfi.
Skipulags- og umhverfisráð felur Jóni að vinna málið áfram.

12.Deiliskipulag Skógarhverfis 4. áfangi - óveruleg breyting

2108192

Breytingin felst í að spennistöð er bætt inn á deiliskipulagsuppdrátt. Norðurmörkum deiliskipulagsins er breytt á skipulagsmörkum milli Skógarhverfis 4. áfanga og 5. áfanga Skógarhverfis.
Breytingin hefur verið grenndarkynnt samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
Ólafur Adolfsson samþykkti fundargerðina með rafrænum hætti.

Fundi slitið - kl. 18:15.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00