Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

206. fundur 19. ágúst 2021 kl. 16:15 - 16:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Ragnar B. Sæmundsson formaður
 • Ólafur Adolfsson varaformaður
 • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
 • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Dagskrá
Fundurinn er haldinn í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams.

1.Aðalskipulag Akraness - breyting mörk Skógahverfis

2108132

Fyrir liggur að breyta þarf lítilega skipulagsmörkum í Skógahverfi.
Breyta þarf mörkum íbúðarsvæðis á móti mörkum skógræktarsvæðis til samræmis við fyrirhugað deiliskipulag 5. áfanga Skógarhverfis. Samkvæmt tillögu að deiliskipulagi 5. áfanga Skógarhverfis liggja lóðamörk ýmist norðan eða sunnan markalínu gildandi aðalskipulags. Flatarmál skógræktarsvæðis minnkar um 0.1 ha og flatarmál Skógahverfis stækkar að sama skapi.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að litið verði á aðalskipulagsbreytingu sem óverulega og málsmeðferð verði samkvæmt 2.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr.123/2010.
Fundarmenn samþykktu fundargerðina með rafrænum hætti.

Fundi slitið - kl. 16:30.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00