Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

204. fundur 09. ágúst 2021 kl. 16:15 - 19:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Ragnar B. Sæmundsson formaður
 • Ólafur Adolfsson varaformaður
 • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
 • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
 • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Dagskrá
Fundurinn er haldinn í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams.

1.Skagabraut 23 - Fyrirspurn til skipulagsfulltrúa

2107467

Fyrirspurn um heimild til að koma fyrir bílskúr (stálgrindahús 8x5m) á lóðinni Skagabraut 23.
Skipulags- og umhverfisráð felur Höllu Mörtu Árnadóttur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

2.Deiliskipulag Grundaskóli við Espigrund- Breyting

2106076

Grenndarkynnt var fyrirhuguð breyting á deiliskipulagi Grundarskóla vegna fyrirhugaðra framkvæmda við skólann. Breytingin felst í að auka núverandi byggingarmagn á lóðinni. Grenndarkynnt var fyrir lóðarhöfum við Einigrund 20 til 36 og Espigrund 3 til 15 og Bjarkargrund 2 til 20. Grenndarkynningu lauk 18.7.21 engar athugasemdir bárust.
Engar athugsemdir bárust við grenndarkynninguna. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt send á Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild stjórnartíðinda.

3.Deiliskipulag - Skógarhverfi áfangi 5

2104262

Skógarhverfi, áfangi 5, lögð fram skipulagsgögn til auglýsingar.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulag í Skógahverfi, áfanga 5 verði auglýst í samræmi við 41.grein, Skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Deiliskipulag - Skógarhverfi áfangi 3C

2104261

Skógarhverfi, áfangi 3C, lögð fram skipulagsgögn til auglýsingar.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulag í Skógahverfi, áfanga 3C verði auglýst í samræmi við 41.grein, Skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Höfðasel - Fyrirspurn um stækkun lóðar

2107514

Fyrirspurn um stækkun á lóðum við Höfðasel 2 og 4, sem felst í að færa lóðamörk lóðanna u.þ.b. um 22,7m til suðvesturs eða inn á skipulag Flóahverfis.
Skipulag- og umhverfisráð fagnar auknum umsvifum B.M.Vallá á svæðinu. Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið um stækkun lóðar og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

6.Deiliskipulag Skógarhverfi 1. áfangi - breyting Beykiskógar 19

2106126

Umsókn um að hækka húsið við Beykiskóga 19 um eina hæð, eða úr fjórum í fimm hæða fjölbýlishús.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að grenndarkynna erindið skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum að Asparskógum 10,12,13,15 og Beykiskógum 17.

7.Aðalskipulag Akraness - breyting

2106178

Breyting á aðalskipulagi Akraness um stækkun á íbúðasvæði fyrir íbúðarkjarna í Jörundarholti. 21 athugasemdir við skipulagslýsingu.
Lagðar fram athugsemdir við skipulagslýsingu. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

8.Aðalskipulag Akraness breyting - Golfsvæði

2106183

Breyting á Aðalskipulagi Akraness um reit fyrir hótel á athafnasvæði golfklúbbsins Leynis. Tvær athugasemdir bárust við skipulagslýsingu.
Lagðar fram athugsemdir við skipulagslýsingu. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

9.Suðurgata 50a- Umsókn til skipulagsfulltrúa

2106193

Umsókn til skipulagsfulltrúa frá Runólfi Þ Sigurðssyni byggingatæknifræðingi fyrir hönd lóðarhafa Suðurgötu 50a um að breyta húsinu í eina hæð með risi með tveimur íbúðum og hluti 1. hæðar verði möguleiki á rými fyrir verslun og þjónustu.
Skipulag- og umhverfisráð leggur til að byggingarleyfið verði grenndarkynnt skv. 1 mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/210. Grenndarkynnt verði fyrir lóðarhöfum Suðurgötu 45,48,50 og Akursbraut 17,22.

10.Umhverfisviðurkenningar 2021

2108030

Kynning á fyrirkomulagi við umhverfisviðurkenningar 2021
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að veita umferfisverðlaun fyrir árið 2021.
Fundarmenn samþykktu fundargerðina með rafrænum hætti.

Fundi slitið - kl. 19:15.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00