Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

203. fundur 12. júlí 2021 kl. 08:15 - 11:30 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Ragnar B. Sæmundsson formaður
 • Ólafur Adolfsson varaformaður
 • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
 • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
 • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá
Ólafur Adolfsson og Halla Marta Árnadóttir tóku þátt fundinum á Teams.

1.Deiliskipulag Flóahverfi -dælistöð, umsókn til skipulagsfulltrúa

2105179

Grenndarkynnt var breyting á deiliskipulagi Flóahverfis þar sem gerð er ný lóð undir dælustöð. Erindið var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykki hefur borist vegna málsins.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð (sem starfar í umboði bæjarstjórnar) að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

2.Deiliskipulag Sementsreits - breyting - Suðurgata

2105127

Breyting á deiliskipulagi Sementsreits sem felst m.a. í að lóðir við Suðurgötu 92-112 fá rýmri byggingarreit o.fl. Erindið var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skv. skipulagslögum 123/2010, frá 9. júní til 11. júlí 2021. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð (sem starfar í umboði bæjarstjórnar) að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

3.Deiliskipulag Sementsreitur - götur

2107025

Byggð aðlöguð að veghönnun Faxabrautar:
Einstefnugötur frá faxabraut, djúpgámum komið fyrir, spennistöðvar staðsettar, fjöldi íbúða miðast við meðalstærða 100 fermetra. Skýringamynd um veghelgunarsvæði bætt við auk mannvirkja sem heimilt er að fjarlægja.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð (sem starfar í umboði bæjarstjórnar) að frávik í deiliskipulaginu v. gatnahönnunar verði heimiluð skv. 3.mgr.44.gr skipulagslaga nr. 123/2010, frávikin eru í samræmi við meginatriði deiliskipulagsins og hafa engin áhrif á hagsmuni annarra en lóðarhafa og Akraneskaupstaðar og teljast því óverulegar.

4.Deiliskipulag - Skógarhverfi áfangi 5

2104262

Árni Ólafsson skipulagshöfundur fór yfir stöðu skipulagsvinnunnar. Stefnt er að því að fullbúinn gögn liggi fyrir næsta fund ráðsins 9. ágúst n.k.

5.Deiliskipulag - Skógarhverfi áfangi 3C

2104261

Árni Ólafsson skipulagshöfundur fór yfir stöðu skipulagsvinnunnar. Stefnt er að því að fullbúinn gögn liggi fyrir næsta fund ráðsins 9. ágúst n.k.

6.Vesturgata 149 - Umsókn um byggingarleyfi

2105152

Óskað er efir að breyta ytra útliti Vesturgötu 149 með því að breyta glugga í svalahurð og byggja svalir við húsið.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að byggingarleyfið verði grenndarkynnt skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verð fyrir Vesturgötu 151, Stillholti 1 og Presthúsabraut 22, 24 og 26.

7.Suðurgata 50a- Umsókn til skipulagsfulltrúa

2106193

Umsókn um að breyta húsinu í tveggja hæða fjölbýlishús með tveimur íbúðum og hluti 1. hæðar verði rými fyrir verslun og þjónustu.
Umsókn lögð fram. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

8.Vallholt 5 - Umsókn um lóðarleigusamning

2106198

Umsókn um að endurnýja lóðarleigusamning sem rennur út 1. janúar 2024. Gildandi samningur er ekki í samræmi við notkun, stærð og kvaðir vantar inn á lóð.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að gerður verður nýr samningur.

9.Félagslegt leiguhúsnæði kaup og sala

2105073

Á 155. fundi velferðar- og mannréttindaráðs- trúnaðarbók þann 2. júní 2021, var tekið fyrir málið Félagslegt leiguhúsnæði, kaup og sala. Velferðar- og mannréttindaráð leggur til við skipulags- og umhverfisráð og bæjarráð að íbúðir í eigu Akraneskaupstaðar að Einigrund 2 (0304) og Merkigerði 12 verði settar í söluferli. Velferðar- og mannréttindaráð leggur til að söluandvirði verði notað til að fjárfesta í félagslegu leiguhúsnæði. Velferðar- og mannréttindaráð vísar málinu til afgreiðslu í skipulags- og umhverfisráði.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að seldar verði eignir Akraneskaupstaðar á Einigrund 2 (0304) og Merkigerði 12, sbr. tillögu velferðar- og mannréttindaráðs af fundi ráðsins 2.6.2021.

10.Grundaskóli - uppbygging

2103323

Grundaskóli hönnun.
Fyrir liggur forhönnun hjá Andrúm arkitektum varðandi C-álmu og stjórnunarálum í Grundaskóla m.a. vegna rakavandamála sem upp komu í skólanum. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs verði falið að klára samning við Andrúm arkitekta verðandi fullnaðarhönnun af þeirra hendi sbr. fyrirliggjandi gögn þar að lútandi.

11.Framkvæmdaleyfi - Æðaroddi

2107026

Umsókn Veitna ohf. um framkvæmdaleyfi, sem felur í sér að koma fyrir setþró og nýrri útráðs. Sjá umsögn Umhverfisstofnunar dags. 12. febrúar 2021.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð (sem starfar í umboði bæjarstjórnar) að samþykkja framkvæmdaleyfi sem felur í sér að koma fyrir setþró og nýrri útrás við Æðarodda skv. 10 gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

12.Framkvæmdaleyfi - dælistöð í Flóahverfi

2107064

Umsókn um framkvæmdaleyfi er varðar tengingu á fráveitulögnum í Flóahverfi við hreinsistöðina í Kalmansvík og byggingu á skólpdælustöð í Flóahverfi.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð (sem starfar í umboði bæjarstjórnar) að samþykkja framkvæmdaleyfi er varðar tengingu á fráveitulögnum í Flóahverfi við hreinsistöðina í Kalmansvík og byggingu á skolpdælustöð í Flóahverfi skv. 10 gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

13.Umferðaröryggi 2021

2105126

Tillögur um aðgerðir í umferðaröryggi.
Jón Ólfasson verkefnastjóri tekur þátt í fundinum undir þessum lið.

Jón Ólafsson verkefnastjóri lagði fram tillögur um umferðaröryggi í Skógahverfi, Esjubraut og Garðagrund. Tillögur felast m.a. í eftirfarandi:

Koma fyrir 30km hellulögðum hliðum í Asparskógum.
Merkja 30 km ofan á valdar götur.
Skoða með hellulagðar upphækkanir.
Koma upp hraðavaraskiltum, hugbúnaður sem safnar yfirliti um hraða og bílaumferð á viðkomandi stað.
Endurskoða umferðarskýrslu m.t.t. hámarkshraða.

Kostnaður við ofangreindar aðgerðir er metin á um 16.millj.kr.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að gerður verði viðauki fyrir árið 2021 til að
mæta þessum kostnaði.

Skipulags- og umhverfisráð felur jafnframt Jóni Ólafssyni verkefnastjóra að endurskoða umferðarskýrslu m.t.t. hámarkshraða.
Ólafur Adolfsson samþykkti fundargerðina með rafrænum hætti.

Fundi slitið - kl. 11:30.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00