Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

199. fundur 31. maí 2021 kl. 16:15 - 18:00 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Ragnar B. Sæmundsson formaður
 • Ólafur Adolfsson varaformaður
 • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
 • Karl Jóhann Haagensen byggingarfulltrúi
 • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
 • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
 • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá
Ólafur Adolfsson tók þátt í fundinum á Teams.

1.Umferðaröryggi 2021

2105126

Umferðaröryggi í Skógarhverfi, Jón Ólafsson verkefnastjóri og Alfreð Þór Alfreðsson rekstrarstjóri áhaldahússins mæta á fundinn.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Jóni og Alfreð fyrir góða kynningu.

Skipulags- og umhverfisráð felur Jóni og Alfreð að gera kostnaðaráætlun um aðgerðir til að bæta umferðaröryggi í Skógarhverfi.

2.Gatnaviðhald - umferðaröryggi

2101081

18. maí 2021 voru opnuð voru tilboð í verkið "Gatnaviðhald 2021".
Eftirfarandi tilboð bárust:

Skóflan hf. kr. 53.325.500
Vargur ehf. kr. 68.440.000
Kostnaðaráætlun kr. 55.371.525

Skipulags- og umhverfisráð leggur til að gengið verið til samninga við lægstbjóðanda.

Samþykkt 3:0

3.Moldar og jarðvegstippur

2105187

26. maí 2021 voru opnuð verðtilboð í verkið "Verð fyrirspurn moldar- / jarðvegstippur.
Eftirfarandi tilboð bárust:

Bjarmar ehf. kr. 11.133.000
Þróttur ehf. kr. 10.531.500
Kostnaðaráætlun kr. 11.250.000

Skipulags- og umhverfisráð leggur til að gengið verið til samninga við lægstbjóðanda.

Samþykkt 3:0

4.Höfðasel 4 matshluti 4 - umsókn um byggingarleyfi

2104190

Erindið var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga, frá 14. maí til 11. júní 2021. Aðilar sem fengu grenndarkynningu hafa svarað og gera ekki athugasemd við byggingarleyfið.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn Akraness að samþykkja fyrirhugaðar framkvæmdir.

5.Grundaskóli - uppbygging

2103323

Gögn frá Andrúm arkitektum um framkvæmdir í Grundaskóla yfirfarnar.
Skipulags- og umhverfisráð felur Andrúm arkitektum að vinna frekari útfærslu á kennslu- og stjórnendarými innan skólans.

Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að undirbúa útboð á færanlegum kennslustofum, til að mæta tímabundinni vöntun á kennslurými sem og að vinna tillögu að breytingu á fjárfestingar- og framkvæmdaáætlunar 2021 sem slíku útboði fylgir.

Samþykkt 3:0

Jón og Alfreð viku af fundi eftir þennan fundarlið.

6.Deiliskipulag Skógarhverfi áfangi 3A - breyting

2105143

Lögð fram breyting á deiliskipulagi Skógarhverfis áf. 3A, sem felur í sér að koma fyrir þremur einbýlishúsum í stað raðhúsa. Breytingin er gerð vegna umferðaöryggis við Akralund.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn Akraness að breytingin verði samþykkt skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykk 3:0

7.Deiliskipulag Sementsreits - breyting - Suðurgata

2105127

Breyting á byggingarmagni í samræmi við lóðarstærðir. Stækkun á byggingarreitum til hagræðingar.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að breyting á deiliskipulagi verði grenndarkynnt samkvæmt 2. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir lóðarhöfum við Suðurgötu nr. 90, nr. 93, nr. 97, nr. 99, nr. 103, nr. 107, nr. 109, nr. 111, nr. 113 og nr. 114.

Breytingin felst í því að lóðir nr. 92, nr. 94, nr. 96, nr. 98, nr. 106, nr. 110, nr. 112 og nr. 118 fá rýmri byggingarreiti.
Byggingamagn á Suðurgötu nr. 110 er aukið úr 221 fermetra í 230 fermetra. Byggingarmagn á Suðurgötu 112 er aukið úr 221 fermetra í 245 fermetra.
Heimilt verður að fjarlægja hús við Suðurgötu 108 og gerður nýr byggingarreitur, byggingarmagn á lóðinni var 237 fermetra en verður 245 fermetrar. Að öðru leyti gildir núverandi deiliskipulag og greinargerð.

Samþykkt 3:0

8.Suðurgata 32 bílskúr breyting í íbúð - umsókn um byggingarleyfi

2101132

Umsókn um að breyta notkun bílskúrs í herbergi með baði og eldhúskrók í tengslum við gistiheimili, skv. meðfylgjandi uppdrætti. Fasteignin er á óskipulögðu svæði.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að grenndarkynna eigi byggingarleyfið samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verður fyrir lóðarhöfum við Suðurgötu 30, 32, 33 og Akursbraut 11b.

Samþykkt 3:0

9.Deiliskipulag Flóahverfi - dælistöð, umsókn til skipulagsfulltrúa

2105179

Veitur óska eftir breytingu á deiliskipulagi Flóahverfi fyrir lóð undir dælustöð.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að grenndarkynna breytingu á deiliskipulagi samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010. Grenndarkynnt verður fyrir lóðarhöfum við Lækjarflóa nr. 1 og nr. 2.

Breytingin felst í að gert er ráð fyrir nýrri lóð, 716.4 m²að stærð. Á lóðina er fyrirhugað að reisa dælustöð. Hámarksstærð byggingarinnar er 60 m². Í deiliskipulagi og fyrri deiliskipulagsbreytingu er gert ráð fyrir göngustíg þar sem hin nýja lóð liggur. Færa þarf göngustíginn af byggingarreit lóðarinnar vegna dælustöðvarinnar. Göngustígurinn má vera innan lóðamarkanna en á uppdrættinum má sjá tillögu að nýrri staðsetningu stígsins. Einnig er sett kvöð um lagnaleið vegna fyrirhugaðra fráveitulagna. Kvöðin er um 10 metra breidd og liggur frá dælustöðinni suður samhliða lóðunum. Að öðru leyti halda skilmálar gildandi skipulags.

Samþykkt 3:0

10.Deiliskipulag Skógarhverfis 3C og 5 - lýsing

2103129

Skipulagsfulltrúi fer yfir gögn fyrir kynningu á Skógarhverfi. Einnig verður farið yfir næstu skref í gatnagerð.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram með Veitum.

11.Smáhundagerði

2105186

Beiðni frá smáhundaeigendum um sérstakt hundagerði fyrir smáhunda.
Lagt fram.

Ólafur Adolfsson samþykkti fundargerðina með rafrænum hætti.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00