Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

197. fundur 17. maí 2021 kl. 16:00 - 18:40 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Ragnar B. Sæmundsson formaður
 • Ólafur Adolfsson varaformaður
 • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
 • Karl Jóhann Haagensen byggingarfulltrúi
 • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
 • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Dagskrá

1.Vinnuskólinn sumarið 2021

2104249

Farið yfir starfsemi vinnuskólans 2021.
Guðlaugur Brandsson rekstrarstjóri vinnuskólans situr fundinn undir þessum fundarlið.

Skipulags- og umhverfisráð þakkar Guðlaugi Brandssyni góða kynningu. Tillaga Guðlaugs um laun í vinnuskóla eru samþykkt.

2.Deiliskipulag - Skógahverfi áfangi 5

2104262

Árni Ólafsson skipulagsráðgjafi og Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi kynna stöðu deiliskipulags við Skógarhverfi áfangi 5.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að fyrirliggjandi skipulagsgögn verði kynnt á almennum kynningarfundi.

3.Deiliskipulag - Skógahverfi áfangi 3C

2104261

Árni Ólafsson skipulagsráðgjafi og Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi kynna stöðu deiliskipulags við Skógarhverfi áfangi 3C.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að fyrirliggjandi skipulagsgögn verði kynnt á almennum kynningarfundi.

4.Höfðagrund 15 stækkun lóðar - umsókn til skipulagsfulltrúa

2105077

Umsókn um að stækka lóðina við húsið að Höfðagrund 15, skv. meðfylgjandi rissi.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa úrvinnslu málsins.

5.Asparskógar 3 - fyrirspurn til skipulagsfulltrúa

2105006

Fyrirspurn um að breyta byggingarreit skv. meðfylgjandi teikningum.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að grenndarkynna erindið skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum að Asparskógum 1 og 5.

6.Eyrarflöt 13 - fyrirspurn til skipulagsfulltrúa

2105004

Fyrirspurn til skipulagsfulltrúa um hækkun lóðar í götuhæð og ath. með frágang á göngustíg við lóðamörk.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í málið og felur byggingarfulltrúa að svara málsaðila.

7.Lækjarflói 18 - fyrirspurn til skipulagsfulltrúa

2105025

Fyrirspurn til skipulagsfulltrúa um stækkun á byggingarreit á lóð við Lækjarflóa 18.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið.

8.Höfðasel og Breiðargata - yfirborð gatna 2020

2101052

Framhald á yfirborðsfrágangi á Höfðaseli.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir framhald á bundnu slitlagi á Höfðaseli. Öll gatan við Höfðasel verður þá með bundnu slitlagi.

Fundi slitið - kl. 18:40.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00