Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

195. fundur 03. maí 2021 kl. 16:00 - 17:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Ragnar B. Sæmundsson formaður
  • Ólafur Adolfsson varaformaður
  • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Karl Jóhann Haagensen byggingarfulltrúi
  • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Dagskrá
Fundurinn er haldinn í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams.

1.Umhverfisstefna Akraneskaupstaðar

1811112

Umhverfisstefna Akraneskaupstaðar til kynningar.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að fyrirliggjandi umhverfisstefna verði samþykkt í bæjarstjórn.

2.Mastur vegna fjarskiptaþjónustu

2009166

Staðsetning á fjarskiptamastri var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. sbr. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt var frá 25. mars til og með 27. apríl 2021. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt, send skipulagsstofnun til yfirferðar og auglýsti í B-deild stjórnartíðinda í framhaldinu.

3.Deiliskipulag Arnardalsreitur - Skagabraut 26 bílgeymsla

2104168

Umsókn um að breyta byggingarreit fyrir bílskúr á lóðinni.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að deiliskipulagsbreytingin verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Grenndarkynnt verði fyrir lóðarhöfum við Jaðarsbraut 3, 5, Skagabraut 24, 28 og Sandabraut 2.

4.Vesturgata 49 bílastæði - fyrirspurn til skipulagsfulltrúa

2103324

Fyrirspurn um bílastæði á lóð með aðkomu frá Vesturgötu. Tillaga skipulagsfulltrúa.
Skipulags- og umhverfisráð getur ekki samþykkt umbeðna staðsetningu, en felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

5.Samstarfssamningur - SAH og SHS

2104255

Samstarfssamningur milli Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, um aðstoð vegna mengunaróhappa annars vegar og gagnkvæma aðstoð hins vegar.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að fyrirliggjandi samstarfssamningar um gagnkvæma aðstoð annarsvegar og aðstoð vegna mengunaróhappa hinsvegar verði samþykktir.

6.Grundaskóli breytingar innihurðir - framkvæmdir

2104157

Þriðjudaginn 27. apríl 2021 voru opnuð tilboð í verkið "Breytingar á innihurðum".
Eftirfarandi tilboð bárust:

GS Import ehf. kr. 10.478.100
SF smiðir ehf. kr. 11.297.406

Skipulags- og umhverfisráð leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.

7.Dalbraut 8 - samningur

2104263

Samningur um yfirtöku Akraneskaupstaðar á lóð og mannvirkjum á Dalbraut 8.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að samþykkja fyrirliggjandi samning um yfirtöku Akraneskaupstaðar á lóð og mannvirkjum á Dalbraut 8.

8.Gæði og byggingalist húsa á Akranesi

2105001

Verkefni sem nær til skilgreininga á kröfum Akraneskaupstaðar á gæðum og byggingarlist íbúða á Akranesi.
Skipulag- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.
Fundarmenn samþykktu fundargerðina með rafrænum hætt.

Fundi slitið - kl. 17:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00