Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

194. fundur 26. apríl 2021 kl. 16:00 - 19:00 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Ragnar B. Sæmundsson formaður
 • Ólafur Adolfsson varaformaður
 • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
 • Karl Jóhann Haagensen byggingarfulltrúi
 • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
 • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
 • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Dagskrá

1.Gangstéttir - 2021

2104193

Tilboð voru opnuð í verkið "Gangstéttir 2021"
Eftirfarandi tilboð bárust:

Skóflan hf.: kr. 22.628.000
Roc ehf.: kr. 26.528.735
Kostnaðaráætlun: kr. 22.419.500

Skipulags- og umhverfisráð leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.

2.Skógarhverfi 3a - Gatnagerð-útboð

2104187

Tilboð í verkið "Skógarhverfi 3A - gatnagerð og lagnir veitukerfa".
Eftirfarandi tilboð bárust:

Þróttur ehf.: kr. 313.649.072
Skóflan hf.: kr. 289.289.900
Háfell ehf.: kr. 321.171.000
Kostnaðaráætlun leiðrétt: kr. 276.247.900

Skipulags- og umhverfisráð leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.

3.Grunnskólalóðir - endurgerð (Brekkubæjarskóli - Grundaskóli)

2104149

Tilboð í verkið "Brekkubæjarskóli - Grundaskóli endurgerð lóða"
Eftirfarandi tilboð bárust:

Sumargarðar ehf. kr. 42.843.500
Lóðaþjónustan ehf.: kr. 26.732.300
Þróttur ehf.: kr. 51.726.882
Kostnaðaráætlun: kr. 27.142.000

Skipulags- og umhverfisráð leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.

4.Fjöliðjan - uppbygging á Dalbraut 10

1910179

Bæjarráð óskar eftir að skipulags- og umhverfisráð vinni drög að erindisbréfi fyrir starfshóp um uppbyggingu Fjöliðjunnar. Drögin verði vísað til umsagnar í velferðar- og mannréttindaráði og aftur til bæjarráðs til endanlegrar samþykktar.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi drög að erindisbréfi.

5.Framkvæmdanefnd Höfða - úrsögn úr nefnd

2103319

Tilnefning nýs fulltrúa í framkvæmdanefnd Höfða í stað Karls Jóhanns Haagensen.

Bæjarráð vísaði erindinu til afgreiðslu í skipulags- og umhverfisráði.
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.

6.Slökkvilið - tækjakaup

2104204

Bréf Jens H. Ragnarssonar slökkviliðsstjóra um kaup á bifreið.
Skipulags- og umhverfisráð beinir því til bæjarráðs að gerður verði viðauki vegna kaupa á útkallsbíl vegna slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar. Skoðað verði með aðkomu Hvalfjarðarsveitar að kaupunum áður en endalega fjárhæð í viðauka verður ákveðin.

7.Götur - hreinsun

2104223

Hreinsun gatna á Akranesi m.a. í ljósi mikilla framkvæmda.
Skipulags- og umhverfisráð beinir því til rekstarastjóra áhaldahúss að farið verði í reglulega hreinsun gatna á Akranesi í maí mánuði.

8.Skólabraut 35a - bílastæði innan lóðar

2104125

Fyrirspurn um að setja bílastæði innan lóðar.
Skipulags- og umhverfisráð hafnar erindinu.

9.Hagaflöt 3 - umsókn til skipulagsfulltrúa

2104132

Sótt er um leyfi til að byggja gróðurskála á lóð við Hagaflöt 3.
Skipulags- og umhverfisráð frestar málinu til næsta fundar og óskar eftir fullnægjandi gögnum.

10.Deiliskipulag Skógarhverfis 3C og 5

2103129

Lögð fram sameiginleg skipulagslýsing fyrir Deiliskipulag Skógarhverfi áfanga 3C og Deiliskipulag Skógarhverfi 5.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði auglýst.

11.Golfvöllur - Hótel

2102286

Forsvarsmenn Golfklúbbsins Leynis mæta á fundinn.
Rakel Óskarsdóttir framkvæmdastjóri Leynis, Pétur Ottesen formaður Leynis og Óli Björgvin Jónsson varaformaður Leynis, sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.

Skipulags- og umhverfiráð tekur jákvætt í hugmyndir forsvarsmanna Leynis um að hefja skipulagsferli sem miðar að því að heimila hótelbyggingu á starfssvæði Golfklúbbsins Leynis.

Fundi slitið - kl. 19:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00