Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

185. fundur 25. janúar 2021 kl. 16:15 - 20:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Ragnar B. Sæmundsson formaður
  • Ólafur Adolfsson varaformaður
  • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
  • Karl Jóhann Haagensen verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Dagskrá
Fundurinn er haldinn í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams.

1.Fjöliðjan - úttekt á húsnæði

2011247

Sameiginlegur dagskrárliður skipulags- og umhverfisráðs og velferðar- og mannréttindaráðs.

Skipulags- og umhverfissvið Akraneskaupstaðar óskaði eftir ástandsskoðun á húsnæði Fjöliðjunnar vinnu- og hæfingarstað að Dalbraut 10. Verkís annaðist úttektina og liggja niðurstöður hennar fyrir ásamt niðurstöðum Náttúrufræðistofnunar Íslands á þeim sýnum sem voru tekin.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Indriða Níelssyni verkfræðingi, frá Verkís og Birni Marteinssyni verkfræðingi, góða kynningu á niðurstöðum ástandsskoðunar á húsnæði Fjöliðjunnar og tillögur um úrbætur við endurbyggingu hússins. Skipulags- og umhverfisráð vísar skýrslu Verkís til bæjarráðs og leggur til við bæjarráð að stuðst verði við rannsóknina við endurbyggingu núverandi húsnæðis og stækkun Fjöliðjunnar að Dalbraut 10.

Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna málið áfram.

2.Gatnaviðhald - umferðaröryggi

2101081

Jón B Ólafsson verkefnastjóri fer yfir gatnaviðhald og aðgerðir vegna umferðaröryggis 2021.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Jóni góða kynningu. Skipulags- og umhverfisráð leggur til að verkefni er snúa að gatnaviðhaldi og umferðaröryggi verði boðin út sem fyrst.

3.Stígur upp í Flóahverfi

1902223

Tillaga að stíg inn í Flóahverfi.
Farið var yfir hugmyndir að legu stígs sem nær upp í Flóahverfi. Skipulags- og umhverfisráð felur skipulags- og umhverfissviði frekari vinnslu málsins.
Haft verði samráð við Skógræktarfélagið og reiðveganefnd Dreyra varðandi frekari útfærslur.

4.Esjuvellir 8 bílskúr - umsókn um byggingarleyfi

2011264

Umsókn um heimild til að byggja bílskúr á lóðinni. Lóðin er á óskipulögðu svæði.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að framkvæmdin verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir fasteignaeigendum við Esjuvelli 4, 6 og 10.

5.Suðurgata 32 bílskúr breyting í íbúð - umsókn um byggingarleyfi

2101132

Umsókn um að breyta bílskúr í íbúðarhúsnæði. Húsið er á óskipulögðu svæði.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið.

6.Deiliskipulag Stofnanareits breyting - Vesturgata 163

2101220

Umsókn um að breyta einbýlishúsi í tvíbýlishús.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að breytingin verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir fasteignaeigendum við Vesturgötu 160, 161, 162, 164 og 165.

7.Sementsreitur - uppbygging

2101238

Farið yfir hugmyndir um útdeilingu lóða innan Sementsreits.
Skipulags- og umhverfisráð leggur áherslu á að flýta vinnu við gerð gagna þ.e. hægt verði að úthluta lóðum innan Sementsreits.

8.Æðaroddi 40 - umsókn um byggingarlóð

2101022

Bæjarráð óskar eftir umsögn skipulags- og umhverfisráðs um beiðni viðkomandi um nýtingu afsláttar í samræmi við 4. gr. gjaldskrár gatnagerðargjalda.
Í deiliskipulagi Æðarodda er landnotkun svæðisins fyrir búfénað þ.e. eingöngu fyrir hross og fé. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir lóðum til að byggja hús fyrir búfénað og tengda starfsemi svo og aðstöðu til þjálfunar og sýninga á búfé.

Varðandi ívilnun gjalda, þá er mikilvægt að hún sé veitt á víðtækari grunni en aðeins fyrir eina lóð. Ef veita á ívilnun á Æðarodda mætti horfa til að auka eftirspurn eftir lóðum sbr. 4. gr. gjaldskrár gatnagerðargjalda.
Bent skal hinsvegar á að ný reiðskemma sem verið er að reisa á svæðinu ætti að stuðla að aukinni eftirspurn eftir þeim lóðum sem eru lausar á svæðinu.

9.Söluvefur lóða

2001274

Skipulags- og umhverfisráð þakkar Stefáni Steindórssyni byggingarfulltrúa fyrir góða kynningu á söluvef lóða á Akranesi. Samþykkt er að opna fyrir aðgang að söluvef www.300Akranes.is, á heimasíðu Akraneskaupstaðar.
Fundarmenn samþykktu fundargerðina með rafrænum hætti.

Sign. (RBS, ÓA, GS, SPH, KJH, SÞS)

Fundi slitið - kl. 20:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00