Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

180. fundur 16. nóvember 2020 kl. 08:15 - 12:00 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ragnar B. Sæmundsson formaður
  • Ólafur Adolfsson varaformaður
  • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Dagskrá
Fundurinn haldinn í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams.

1.Deiliskipulag - Garðabraut 1

1911181

Deiliskipulagið felur í sér að rífa núverandi byggingu, stækka lóð og skilgreindir eru byggingarreitir fyrir tvö fjögurra og sjö hæða íbúðarhús, með allt að 30 íbúðum.
Deiliskipulag Garðabrautar 1 var auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010, frá 22. september til og með 6. nóvember 2020. Ein athugsemd barst á auglýsingartíma.
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að koma með drög að svörum við athugasemdum.

2.Deiliskipulag Stofnanareits - Kirkjubraut 39 breyting

2004155

Breyting deiliskipulagsins felur í sér að í stað hótels er heimilt að byggja íbúðarhúsnæði með verslun- og þjónustu á fyrstu hæð, ásamt bíla- og geymslukjallara.
Breyting á deiliskipulagi Stofnareits vegna Kirkjubrautar 39, var auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010, frá 22. september til og með 6. nóvember 2020. Ein athugsemd barst á auglýsingartíma.
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að koma með drög að svörum við athugasemdum.

3.Deiliskipulag Dalbrautarreits - Dalbraut 6

2008220

Forkynning var auglýst til 13. nóvember 2020.
Ein ábending barst.

4.Suðurgata 50A - fyrirspurn til skipulagsfulltrúa

2011087

Fyrirspurn um álit ráðsins á að byggja aðra hæð á Suðurgötu 50A.
Skipulags- og umhverfisráð tekur neikvætt í erindið.

5.Mastur vegna fjarskiptaþjónustu

2009166

Staðsetning fjarskiptamasturs.
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra frekari vinnslu málsins.

6.Fjöliðjan - uppbygging á Dalbraut 10

1910179

Minnisblöð vegna uppbyggingu Fjöliðjunnar.
Karl Jóhann Haagensen verkefnastjóri, Alfreð Þór Alfreðsson rekstrarstjóri, ásamt starfsmönnum Fjöliðjunnar þeim Guðmundi Páli Jónssyni, Árna Jóni Harðarsyni og Ástu Pálu Harðardóttur, sitja fundinn undir þessum lið.

Að beiðni Ólafs Adolfssonar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í skipulags- og umhverfisráði, fór Guðmundur Páll Jónsson forstöðumaður Fjöliðjunnar yfir ástæður þess að ráðist var í frumskoðun á loftgæðum og rakavandamálum í húsnæði Fjöliðjunnar að Dalbraut 10 í mars 2019. Einnig reifaði Guðmundur Páll helstu niðurstöður þeirrar skoðunar sem settar eru fram í minnisblaði frá Mannviti í lok apríl 2019.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að fela Sigurði Páli Harðarsyni, sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að láta framkvæma ítarlega ástandsskoðun á húsinu við Dalbraut 10, af þar til bærum aðilum. Ástandsskoðunin verði nýtt til að meta raunhæfni og hagkvæmni á enduruppbyggingu hússins m.t.t. þeirra hugmynda sem eru um framtíðaruppbyggingu Fjöliðjunnar á lóðinni við Dalbraut 10.

7.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2021-2024

2010230

Sviðsstjóri kynnti drög að fjárfestingar- og framkvæmdaráætlun fyrir timabilið 2021 til 2025.

8.Malarstígar

2011115

Tilboð voru opnuð í "Malarstíg í Garðalundi 2020", 10. nóvember s.l.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Vélaleiga Halldórs Sigurðssonar ehf. kr. 1.057.670
Ingólfur Valdimarsson ehf. kr. 2.631.278
BÓB sf., vinnuvélar kr. 2.574.460
Gísli Jónsson ehf. kr. 809.240
Skólfan hf. 1.492.000
Kostnaðaráætlun kr. 2.006.000

Skipulags- og umhverfisráð felur Jóni Ólafssyni verkefnastjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda.

9.Götur nýframkvæmdir

2011154

Minnisblað um nýframkvæmdir við Breiðargötu og Höfðasel.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að leita eftir tilboðum í yfirborðsfrágang malbikis við Breið og Höfðasel.

10.Umhverfisstefna Akraneskaupstaðar

1811112

Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri, situr fundinn undir þessum lið.

Skipulags- og umhverfisráð óskar eftir umsögn eftirfarandi ráða á þeim drögum að umhverfisstefnu sem nú liggja fyrir:
Skóla- og frístundaráð, velferðarráð, bæjarráð, ungmennaráð, öldungaráð og starfshóp um heilsueflandi samfélag.

Ennfremur verði opnað fyrir ábendingagátt á fyrirliggjandi drögum á heimasíðu Akraneskaupstaðar.

11.Krókalón - stígur

2007217

Skipulags- og umhverfisráð lýsir yfir ánægju sinni með velheppnaða framkvæmd við Krókalónsstíg. Verktaki var Skóflan hf., verktaka eru færðar sérstakar þakkir fyrir vel unninn störf.
Fundarmenn samþykktu fundargerðina með rafrænum hætti.

Fundi slitið - kl. 12:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00