Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

177. fundur 19. október 2020 kl. 08:15 - 11:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Ragnar B. Sæmundsson formaður
 • Ólafur Adolfsson varaformaður
 • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
 • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
 • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
 • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Dagskrá
Fundurinn haldinn í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams.

1.Langisandur, Guðlaug, Sólmundarhöfði - Útivistarsvæði, hönnun, skipulag og framkvæmdir

1903467

Hugmyndasamkeppni um skipulag á Langsandssvæði
Helena Guttormsdóttir lektor við landbúnaðarháskólann á Hvanneyri og Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri fara yfir tillögu að samkeppnislýsingu, rafrænni íbúakönnun og tímalínu á hugmyndasamkeppni vegna skipulags og hönnunar við Langasandssvæði á Akranesi.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að samkeppnislýsingu og rafrænni íbúakönnun. Ennfremur leggur skipulags- og umhverfisráð áherslu á að verkþættir samkvæmt tímalínu verði haldnir.

Helena og Sædís víkja af fundi eftir þennan dagskrárlið.

2.Innanbæjarstrætó - frístundastrætó

2001125

Útboð á innanbæjarstrætó.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Jóni Ólafssyni verkefnastjóra góða kynningu. Lagt er til að bætt verði við auka vagni sem miðar að því að hægt sé að bæta við nýjum leiðum og auka þjónustu á álagstoppum.

Jón Ólafsson víkur af fundi eftir þennan fundarlið.

3.Mastur vegna fjarskiptaþjónustu

2009166

Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri fór yfir stöðu málsins. Rætt var um að mastur skuli nýtast fleiri þjónustuaðilum.
Fyrir liggur afstaða hagsmunaðila í nágrenninu á staðsetningu mastursins við Garðavöll.

4.Aðalskipulag - endurskoðun 2018-2030

1606006

Endurskoðun aðalskipulags
Áframhald á vinnu við endurskoðun á aðalskipulagi er varðar greinagerð og uppdrátt með skipulagshöfundi Árna Ólafssyni. Stefnt að því að taka málið fyrir að nýju á næsta fundi ráðsins.
Árni Ólafsson skipulagshönnuður víkur af fundi eftir þennan fundarlið.

5.Endurnýjun búningsklefa á Jaðarsbökkum

2004166

Tilboð voru opnuð í verkið Íþróttamiðstöð við Jaðarsbakka þann 13. október 2020.
Eftirfarandi tilboð bárust.
Skagaver ehf. kr. 21.477.759
GS Import ehf. kr. 24.518.563
Kostnaðaráætlun kr. 22.912.311

Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda um verkið, að því tilskyldu að hann uppfylli útboðskröfur.
Fundarmenn samþykktu fundargerðina með rafrænum hætti.
Sign (RBS, ÓA, GS, SPH, HS, SÞS, SFÞ)

Fundi slitið - kl. 11:30.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00