Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

173. fundur 28. september 2020 kl. 08:15 - 11:45 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Ragnar B. Sæmundsson formaður
 • Ólafur Adolfsson varaformaður
 • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
 • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
 • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdis Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Dalbraut 4 - Þjónustumiðstöð hönnun og framkvæmd

1904230

Lagt fram minnisblað frá Eflu um gögn frá lægstbjóðanda E.Sigurðsson ehf. Gögn borin saman við kröfur útboðsgagna til bjóðanda í kafla 0.1.3. Fram kemur að lægstbjóðandi uppfyllir tilskyldar kröfur.

Skipulags-og umhverfisráð felur sviðsstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda.

2.Deiliskipulag Skógarhverfi 2. áfangi -Baugalundur 4 nýtingarhlutfall

2008126

Deiliskipulagsbreytingin felur í sér að hækka nýtingarhlutfall lóðarinnur úr 0,35 í 0,42.
Breytingin var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum við Baugalund 1, 2, 6 og Blómalund 1 og 3. Engar athugasemdir bárust
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku birt í B-deild Stjórnartíðinda.

3.Aðalskipulag - endurskoðun 2018-2030

1606006

Vinna við endurskoðun Aðalskipulags Akraness 2005-2017.
Vinna við greinargerð á endurskoðun aðalskipulagi með skipulagshöfunudi Árna Ólafssyni arkitekt. Mikilvægt er að þessi vinna verði í samfellu og verði framhaldið á næsta fundi ráðsins.

Fundi slitið - kl. 11:45.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00