Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

169. fundur 31. ágúst 2020 kl. 08:15 - 11:00 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Ragnar B. Sæmundsson formaður
 • Ólafur Adolfsson varaformaður
 • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
 • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
 • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Sorpurðun

2008222

Karitas Jónsdóttir og Sævar Jónsson fulltrúar Akraneskaupstaðar í stjórn Sorpurðunar Vesturlands mæta á fundinn og fara yfir málefni Sorpurðunar Vesturlands.
Skipulags- og umhverfisráð þakka Karitas og Sævari góða kynningu á málefnum Sorpurðunar Vesturlands.

Karitas og Sævar víkja af fundi eftir þennan dagskrár lið.

Skipulags- og umhverfisráð fagnar þeirri vinnu sem átt hefur sér stað á samráðsvettvangi sorpsamlaga á suðvesturlandi og hvetur til frekari samráðs og samvinnu.

2.Fimleikahús - búnaður

1907028

Þórdís Þráinsdóttir yfirþjálfari og Friðbjörg Sigvaldadóttir formaður Fimleikafélags Akraness og Karl Jóhann Haagensen verkefnastjóri sitja fundinn undir þessum lið.

Þann 30. júlí s.l. voru opnuð tilboð í verðkönnun á lausum búnaði fyrir FIMA í nýtt fimleikahús á Akranesi. Óskað var eftir verðum í tilboðsskrá skv. forgangslista FIMA. Tilboð bárust frá tveim aðilum, Altis og Fimleikar.is.

Verðtilboð voru eftirfarandi:
Altis 12.926.110
Fimleikar.is 23.487.832

Skipulags- og umhverfisráð leggur til að taka tilboð Altis.

3.Tónberg TOSKA - breyting á sviði

2008037

Fyrirspurn um breytingu á sviði Tónbergs.
Alfreð Þór Alfreðsson forstöðumaður áhaldahúss situr fundinn undir þessum lið.

Skipulags- og umhverfisráð óskar eftir að funda með hönnuðum hússins um breytinguna.

Alfreð Þór Alfreðsson og Karl Jóhann Haagensen víkja af fundi eftir þennan dagskrárlið.

4.Deiliskipulag Akratorgsreitur - Suðurgata 119 og 121

2006235

Breytingin var grenndarkynnt frá 23. júlí til og með 26. ágúst 2020. Ein athugasemd barst.
Athugasemd lögð fram.

5.Deiliskipulag Skógahverfi 1. áfangi - Asparskógar 6

2008164

Umsókn um deiliskipulagsbreytingu.
Umsókn um breytingu lögð fram til kynningar.

6.Skógræktarfélag Akraness 2020 - styrkir og land til skógræktar

2004150

Bæjarráð tók fyrir erindi Skógræktarfélags Akraness um áframhaldandi fjárstuðning á fundi sínum þann 20. júlí sl. bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og umhverfisráðs
Skipulags- og umhverfisráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunar 2021.
Styrkveiting taki mið af samstarfssamningi milli Akraneskaupstaðar og Skógræktarfélagi Akraness.

7.Sunnubraut 2 - beiðni íbúa um gerð bílastæðis

2008168

Beiðni íbúa við Sunnubraut og Akurgerði um gerð bílastæða við Sunnubraut 2, skv. deiliskipulagi.
Skipulags- og umhverfisráð leggur tekur jákvætt í erindið, en vísar því að öðru leyti til fjárhagsáætlunar 2021.

8.Jaðarsbakkar 1 - hönnun

2006228

Samningur um arkitektahönnun.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi samning dagsettan í ágúst um ráðgjöf vegna arkitektahönnunar á Íþróttamiðstöð á Jaðarsbökkum.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að stofnaður verði stýrihópur yfir verkefnið.

9.Deiliskipulag Voga - Vogar 17, Flæðilækur

2008218

Fyrirspurn um skipulag.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í fyrirliggjandi áform. Bent er á að skipulagsbreytinga er þörf eigi þau að ganga eftir.

10.Deiliskipulag Dalbrautarreits - Dalbraut 6

2008220

Fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi.
Lagt fram til kynningar.

11.Deiliskipulag Skógarhverfi áf. 4 - Asparskógar 3

2008223

Fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi Skógarhverfis áfanga 4, vegna Asparskóga 3.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00