Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

165. fundur 21. júlí 2020 kl. 08:15 - 10:15 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Ragnar B. Sæmundsson formaður
 • Ólafur Adolfsson varaformaður
 • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
 • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Dagskrá

1.Deiliskipulag Akratorgsreitur - Suðurgata 119 og 121

2006235

Sótt er um breytingu á deiliskipulagi vegna hækkunar á þaki á lágbyggingu fyrir Suðurgötu 119 og 121. Óskað er eftir stækkun á bílskúr á Suðurgötu 119 og 121.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að grenndarkynnt verði skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir eigendum að Sunnubraut 30, Skagabraut 10 og Suðurgötu 115, 117, 120, 122 og 124.

2.Deiliskipulag Stofnanareits - Vogabraut 3 - stækkun á byggingarreit.

2006099

Grenndarkynnt var skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá 17. júní til 16. júlí 2020, fyrir eigendum að Heiðarbraut 58, 60 og Vogabraut 1, 4 og 5.
Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku birt í B-deild Stjórnartíðinda.

3.Deiliskipulag Breiðarsvæðis - Bárugata 15

1811216

Lagður fram skipulagsuppdráttur af Breiðarsvæði vegna Bárugötu 15
Lagður fram uppdráttur að deiliskipulagsbreytingu við Bárugötu 15. Sigurði Páli Harðarsyni sviðsstjóra falið að koma á framfæri við skipulagshöfund ábendingum er varðar deiliskipulagið og breytingar sem gera þarf á aðalskipulagi til samræmis.

4.Jaðarsbakkar - hönnun

2006228

Minnisblað frá Ívari Pálssyni lögmanni.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að leggja til við bæjarráð að Ask arkitektar ljúki arkitektahönnun á áfanga 1 við Jaðarsbakka.

5.Vinnuskólinn - Starfssemi 2020

2007156

Ása Katrín fer yir stöðu mála.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Ásu Katrínu Bjarnadóttur yfirverkstjóri vinnuskólans og Sindra Birgissyni umhverfisstjóra góða yfirferð um starfsemi vinnuskólans á starfsárinu 2020.

6.Deiliskipulag - Garðabraut 1

1911181

Lögð fram fundargerð kynningarfundar sem haldinn var 16.7.2020.

7.Deiliskipulag Stofnanareits - Kirkjubraut 39 breyting

2004155

Lög fram fundargerð kynningarfundar sem haldinn var 16.7.2020.

Fundi slitið - kl. 10:15.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00