Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

162. fundur 30. júní 2020 kl. 08:00 - 12:00 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Ragnar B. Sæmundsson formaður
 • Ólafur Adolfsson varaformaður
 • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
 • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Dagskrá

1.Deiliskipulag Smiðjuvalla - Kalmansvellir 6

2006294

Akraborg lóðamál
Ragnar Þór Gunnarsson aðstoðarframkvæmdastjóri Akraborgar gerir grein fyrir hugmyndum um athafnasvæði fyrirtækisins.

Skipulags- og umhverfisráð þakkar Ragnari Þór fyrir komuna á fundinn.

2.Aðalskipulagsbreyting- og deiliskipulag v. Skógarhverfis áf. 3A, og 3C, og Lækjarbotnar- lýsing.

2004169

Lögð fram fundargerð af kynningarfundi sem haldinn var 23.06.2020 þar sem drög að skipulaginu var kynnt.

3.Deiliskipulag Skógarhverfi - áfangi 3A og rammaskipulag.

1908198

Lögð fram fundargerð af kynningarfundi sem haldinn var 23.06.2020 þar sem drög að skipulaginu var kynnt.

4.Deiliskipulag Garðalundur og Lækjarbotnar - endurskoðun

1906111

Lögð fram fundargerð af kynningarfundi sem haldinn var 23.06.2020 þar sem drög að skipulaginu var kynnt.

5.Deiliskipulag - Garðabraut 1

1911181

Umsókn um að deiliskipulag Garðabrautar 1 verði auglýst.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að haldinn verði kynningarfundur þar sem drög að deiliskipulaginu verði kynnt.

6.Höfðasel 16 - viðhaldsverkefni

1911011

Lagfæring á girðingu við Höfðasel 16.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að gerður verður viðauki til að mæta auknum kostnaði vegna viðhalds á girðingu meðfram gámastöðinni við Höfðasel.

7.Vesturgata 130. Þakviðgerðir 2020

2006284

Opnað var tilboð í þakviðgerðir á Vesturgötu 130. Þak yfir íþróttahúsinu og lágbyggingum.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Trésmiðjan Akur kr. 30.991.175
SF Smiðir kr. 34.203.355
GS Import ehf. kr. 26.952.300

Kostnaðaráætlun kr. 27.460.500

Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að ganga til samninga við lægstbjóðanda.

8.Langisandur, Guðlaug, Sólmundarhöfði - Útivistarsvæði, hönnun, skipulag og framkvæmdir

1903467

Tillaga um framkvæmd hugmyndasamkeppni vegna svæði Langsands, Guðlaugar og Sólmundarhöfða.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að valin verði teymi til þátttöku í hugmyndasamkeppninni. Haldið verður íbúaþing þar sem íbúum gefst kostur á að koma með hugmyndir um framtíðarskipulag svæðisins áður en vinna við eiginlega tillögugerð hefst hjá teymunum.

9.Reiðhöll á Æðarodda / Blautós - uppbygging

1711115

Minnisblað frá Mannvit um tilboð í Reiðskemmu.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.

Fundi slitið - kl. 12:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00