Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

152. fundur 27. apríl 2020 kl. 08:15 - 11:15 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Ragnar B. Sæmundsson formaður
 • Ólafur Adolfsson varaformaður
 • Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
 • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
 • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Endurnýjun búningsklefa á Jaðarsbökkum

2004166

Alfreð Alfreðsson rekstrarstjóri áhaldahúss og Karl Jóhann Haagensen verkefnastjóri kynntu breytingar á búningsklefum á Jaðarsbökkum. Skipulags- og umhverfisráð leggur til að tillögur verði einnig kynntar í skóla- og frístundaráði.
Horft skal til þess að tillögur verði í samræmi við frekari stækkun sundlaugarsvæðis í framtíðinni.
Alfreð og Karl véku af fundi eftir þennan dagskrárlið.

2.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2020-2023

1912062

Lögð fram drög að tillögum vegna flýtiframkvæmda vegna Covid-19. Skipulags- og umhverfisráð leggur til að ofagnreind drög verði lögð fram í bæjarráði til frekari vinnslu.

3.Suðurgata 126 - umsókn um byggingarleyfi

2003241

Umsókn um að breyta notkun efri hæðar. Notkun breytt úr íbúðarhúsnæði í atvinnuhúsnæði fyrir sjúkraþjálfun.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að breytingin verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir eigendum Suðurgötu 124, Skagabraut 24 og Jaðarsbraut 3.

4.Aðalskipulag Tjaldsvæði - við Kalmansvík

1904033

Aðalskipulagsbreytingin var auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá 2. mars til og með 15. apríl 2020. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til staðfestingar.

5.Deiliskipulag Tjaldsvæði við Kalmansvík

1904037

Deiliskipulagsbreytingin var auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá 2. mars til og með 15. apríl 2020. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt og sent Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku birt í B-deild Stjórnartíðinda.

6.Vesturgata 83 - umsókn um byggingarleyfi

2003253

Umsókn um að rífa bílgeymslu á lóðinni mhl. 02, stærð skúrsins er 25,2 m². Jafnframt er sótt um að byggja nýja bílgeymslu sem stæði á sama stað stærð 9,5 x 5,8 eða 55,1 m². Samkvæmt deiliskipulagi Krókatún - Vesturgata er heimilt að byggja bílgeymslu 8 x 8,5 eða 44 m².
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið. Erindið verður tekið fyrir að nýju þegar liggja fyrir fullgild gögn til grenndarkynningar.

7.Deiliskipulag Stofnanareits - Kirkjubraut 39 breyting

2004155

Sótt er um að breyta deiliskipulagi Stofnanareits vegna lóðarinnar við Kirkjubraut 39. Breytingin felst í að fyrirhugað hús verði nýtt undir verslun og þjónustu á 1. hæð og íbúðir á 2. 3. og 4. hæð. Gert er ráð fyrir allt að 25 íbúðum í húsinu.
Lagt fram til kynningar.

8.Aðalskipulag- og deiliskipulag v. Skógarhverfis áf. 3, og 3C - skipulagslýsing.

2004169

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi skipulagslýsing verði auglýst.

Fundi slitið - kl. 11:15.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00