Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

147. fundur 18. mars 2020 kl. 13:00 - 14:50 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Ragnar B. Sæmundsson formaður
 • Ólafur Adolfsson varaformaður
 • Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
 • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
 • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Suðurgata 20 - grenndarkynning óskipulagt svæði

2001019

Bæjarstjórn Akraness samþykkti að grenndarkynna byggingarleyfi við Suðurgötu 20, í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt var fyrir Akursbraut 3 og Suðurgötu nr. 16, nr. 18, nr. 21, nr. 22, nr. 23, nr. 25 og nr. 26.
Málið kynnt.

2.Deiliskipulag Skógarhverfis 2. áf. - Fagrilundur 3A og 3B

2001282

Beiðni um að fá að breyta lóðarmörkum milli Fagralundar 3A og 3B. Skipulags- og umhverfisráð lagði til að grenndarkynna skipulagsbreytinguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum við Fagralund 1A-1C, 5-7, Akralundi 13, 15, 17 og 19.
Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku birt í B-deild Stjórnartíðinda.

3.Þétting byggðar - uppkaup

1910038

Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri fór yfir stöðu verkefnisins.

4.Leikskóli hönnun

1911054

Hönnun á 6 deilda leikskóla.
Akraneskaupstað hefur borist tillaga að vali á bjóðanda í útboði nr. 21135 hjá Ríkiskaupum á arkitektahönnun á 6 deilda leikskóla á Akranesi.

Skipulags- og umhverfisráð hefur ákveðið að fara að tillögu Ríkiskaupa og mun tilkynning um val tilboðs verða send bjóðendum í útboðskerfi Ríkiskaupa.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að stofnaður verði starfshópur um verkefnið.

5.Nýlendureitur - Melteigur 11, breyting á samkomulagi

2002004

Beiðni Kali ehf. um endurupptöku/endurgerð samkomulags um Nýlendurreit Melteig 11, sem er á milli Suðurgötu og Sóleyjargötu.
Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar skipulags- og umhverfisráðs.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að lóðinni verði úthlutað að nýju.

6.Stofnanalóðir - arkitektaútboð

2001204

Opnun tilboða í hönnun lóða við Brekkubæjarskóla og Grundaskóla.
Tilboð bárust frá tveimur landslagsarkitektastofum í verkið en þau voru eftirfarandi:

Landslag ehf: 10.752.000, m.vsk
Landmótun ehf: 14.784.000, m.vsk

Kostnaðaráætlun verkkaupa var 10.000.000 m.vsk.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til að samið verði við lægstbjóðanda.

7.Flóahverfi - Lækjarflói 10

2003189

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að lóð við Lækjarflóa 10 verði skipt um sbr. meðfylgjandi uppdrátt. Breytingin fellur undir 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010,

Fundi slitið - kl. 14:50.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00