Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

140. fundur 13. janúar 2020 kl. 08:15 - 11:00 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ragnar B. Sæmundsson formaður
  • Ólafur Adolfsson varaformaður
  • Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Dagskrá

1.Deiliskipulag Skógarhverfi 1. áf. - Asparskógar 19 og 21.

1911022

Deiliskipulagsbreytingin var grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt var fyrir fasteignaeigendum við Asparskóga 12, 14, 16 og 18 frá 14. nóvember til og með 12. desember 2019. Engin athugasemd barst.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku birt í B-deild Stjórnartíðinda.

2.Deiliskipulag Skógarhverfi - áfangi 3A og rammaskipulag.

1908198

Farið yfir hugmyndir um framhald deiliskipulags í Skógahverfi 3A og 3C og breytingar á deiliskipulagi við Garðalund því tengdu, ásamt breytingum á aðalskipulagi.

3.Suðurgata 107 - umsókn um byggingarleyfi

1909037

Sótt var um stækkun (viðbygging) á 2. hæð fjölbýlishússins við Suðurgötu 107, Akranesi. Stækkunin felst í því að byggja sólstofu yfir hluta af svölum 2. hæðar. Heimilt nýtingarhlutfall er 0,5. Eftir stækkun verður nýtingarhlutfall lóðarinnar 0,48.
Breytingin var grenndarkynnt á skv. 2. mgr. 43. gr. sbr. 3. mgr.44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt var fyrir fasteignaeigendum að Suðurgötu 103, Sunnubraut 14, 16 og 18. Engar athugasemdir bárust, samþykki barst frá Sunnubraut 16.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku birt í B-deild Stjórnartíðinda.

4.Sunnubraut - einstefna

1912175

Undirskriftarlisti um að gera neðri hluta Sunnubrautar að einstefnugötu.
Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
Skipulags- og umhverfisráð felur Jóni Ólafssyni verkefnastjóra að leita eftir umsögnum annarra íbúa á svæðinu í takt við umræður á fundinum.

5.Lögreglusamþykkt - sameiginleg samþykkt á Vesturlandi

1912242

Drög að sameiginlegri lögreglusamþykkt fyrir Vesturland.
Á fundi bæjarráðs frá 19. desember síðstliðinn vísaði ráðið drögunum til umsagnar skipulags- og umhverfisráðs.
Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi lögreglusamþykkt og vísar henni til bæjarráðs.

6.Fyrirspurn lóð undir N1 (Þjóðbraut 9, Þjóðbraut 11 og Dalbraut 14)

1903262

Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri fór yfir stöðu málsins. Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.

7.Nýr leikskóli- Skógarhverfi

1910064

Útboðsgögn.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að hönnun leikskóla verði boðin út í gegnum rammasamning Ríkiskaupa. Við mat á tilboðum verði m.a. horft til verðs, reynslu og gæðakerfa hönnuða.

8.Öryggismyndavélakerfi - löggæslumyndavélar

2001077

Drög að samningi um löggæslumyndavélar á Akranesi.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi samning og felur Alfreð Alfreðsyni rekstrarstjóra frekari vinnslu málsins.

9.Lýsing við Æðarodda - erindi Reiðveganefndar

2001076

Erindi reiðveganefndar á lýsingu í og við Æðarodda.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt i erindið. Tryggt skal annarsvegar að lýsing sé sett þar sem reiðvegur er skilgreindur í samþykktu aðalskipulagi og hinsvegar að hægt sé að setja arma sitthvorum megin á ljósastólpa m.t.t. þess að til hliðar við reiðstíg komi strandstígur.

10.Málmasöfnun á Vesturlandi

2001075

Erindi varðandi málmsöfnun á Akranesi.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið að því tilskyldu að aflað verði tilskilinna leyfa.

Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að hefja vinnu við endurskipulagningu svæðis við Gámu m.t.t. breyttra áherslna í sorpmálum.

Fundi slitið - kl. 11:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00