Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

139. fundur 30. desember 2019 kl. 08:15 - 11:30 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ragnar B. Sæmundsson formaður
  • Ólafur Adolfsson varaformaður
  • Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Deiliskipulag Skógarhverfi 2. áf. - breyting á skipulagsmörkum.

1906112

Tekin fyrir athugasemd við deiliskipulagið.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir framlagða greinargerð sviðsstjóra dags. 27. desember 2019 sem svar við framkominni athugasemd þar sem því er mótmælt að fella eigi úr gildi deiliskipulag fyrir síðari hluta 2. áfanga Skógarhverfis.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breyting á skipulagsmörkum verði samþykkt sbr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, send Skipulagsstofnun til yfirferðar og auglýsing um gildistöku hennar birt í B-deild Stjórnartíðinda.

2.Aðalskipulag - endurskoðun 2018-2030

1606006

Skipulagshöfundur lagði fram drög að greinargerð og tímaáætlun fyrir verkefnið.

3.Vogar/Flæðilækur - Vogar 17, sameina lóðir.

1904108

Óskað hefur verið eftir að sameina lóðirnar Vogar 17 og Vogar/ Flæðilækur.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að lóð við Voga 17 og lóð við Voga/Flæðilæk verði sameinaðar skv. meðfylgjandi gögnum.

4.Jaðarsbraut 25 - fyrirspurn um bílastæði

1912054

Fyrirspurn Jóns Pálma Pálssonar fh. Jaðarsbrautar 25, um heimild til að nýta grasbala við hlið lóðar undir hjólhýsi og vagna.
Skipulags- og umhverfisráð tekur neikvætt í erindið. Bent skal á að fyrir liggur endurgerð Faxabrautar frá Sementsbryggju að Faxatorgi árið 2020.

5.Gatnaviðhald 2020

1912304

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi hugmyndir um gatnaviðhald á Suðurgötu, Garðagrund og Krókatúni. Stefnt skal að útboði í byrjun árs 2020.

6.Úthlutun lóða við Akralund

1912305

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að hefja ferli við að úthluta par- og raðhúsalóðum við Akralund 8-14, 16-18 og 20-26.

Bent skal á að Akraneskaupstaður hefur haldið eftir fjölbýlishúsalóðum við Asparskóga 11 og 17 til þess að mæta húsnæðisþörf fyrir fatlaða einstaklinga.

7.Fráveita - viðauki

1912306

Drög að viðauka við samning er gerður var 2005 um sameiningu fráveitu Akraness og Orkuveitu Reykjavíkur lagður fram.
Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram.

8.Starfsáætlun Akraneskaupstaðar 2020

1912034

Skipulags- og umhverfisráð lýsir yfir ánægju sinni með framkomna starfsáætlun. Ljóst er að hluti verkefna skarast milli nefnda og ráða og því er mikilvægt að þau séu skilgreind nánar með tilliti ábyrgðar og hlutverks.

Fundi slitið - kl. 11:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00