Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

122. fundur 12. ágúst 2019 kl. 09:00 - 13:35 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Ragnar B. Sæmundsson formaður
 • Ólafur Adolfsson varaformaður
 • Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
 • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Langasandsreitur - uppbygging

1901196

Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri fór yfir stöðu mála varðandi uppbyggingu á Langasandsreit.

2.Lækjarflói 1 og 3 - sameining lóða

1907136

Umsókn Veitna um að sameina lóðirnar við Lækjarflóa 1 og 3.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að sameining lóðanna verði samþykkt í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010, sbr. ákvæði í Deiliskipulagi Flóahverfis.

3.Gangstéttir og hjólastígar í nýjum hverfum 2019

1907116

Verðkönnun í stíga.
Eftirfarandi tilboð bárust í verkið:

Skóflan h.f. kr. 8.075.000
Íslandsgámar kr. 16.998.104

Kostnaðaráætlun kr. 8.501.000

Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að semja við lægstbjóðanda um verkið.

4.Göngu- og hjólastígur að Garðavelli 2019

1907117

Eftirfarandi tilboð bárust í verkið:

Skóflan h.f. kr. 15.125.000
Bjarmar ehf. kr. 17.792.000
Þróttur ehf. kr. 18.482.885

Kostnaðaráætlun kr. 21.657.000

Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að semja við lægstbjóðanda um verkið.

5.Fimleikahús framkvæmdir

1901204

Utanhússklæðning.
Lagðar voru fram hugmyndir frá Andrúm Arkitektum varðandi útlit klæðningar á Fimleikahúsi. Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í hugmyndirnar og felur Karli Jóhanni Haagensen verkefnisstjóra að vinna málið áfram.

6.Höfðabraut - umferðarhraði

1908004

Óskað er eftir að Höfðabraut verði gerð að einstefnu akstursgötu. Meðfylgjandi er undirskriftarlisti frá hluta af íbúum við Höfðabraut.
Ólafur Adolfsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Erindið lagt fram og vísað til frekari skoðunar.

7.Aðalskipulag Skógarhverfi - breyting

1901203

Tekin var fyrir tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017 þar sem gert er ráð fyrir stækkun Skógahverfis til norðurs um 10,5 ha og breytingu á aðliggjandi skógræktar- og útivistarsvæðum. Einnig er gert ráð fyrir nýrri vegtengingu við þjóðveg. Tillagan er sett fram á breytingablaði dags. 1.8.2019. Kynningarfundur um tillöguna var haldinn 14. júní 2019.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að breyting á aðalskipulagi vegna Skógarhverfis verði kynnt aftur á opnu húsi/kynningarfundi í ljósi þess að verið er að stækka íbúðasvæði lítillega frá fyrri hugmyndum.

8.Deiliskipulag Skógarhverfi 3. áf. - (3A og 3B)

1811123

Tekin fyrir tillaga Teiknistofu arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar ehf. að áfanga 3 í Skógahverfi, skipulagsuppdráttur og greinargerð, þar sem gert er ráð fyrir sérbýlishúsabyggð og stofnanalóð. Skipulagsáfanginn er fyrsti hluti deiliskipulags 3. áfanga Skógahverfis nefndur áfangi 3A. Kynningarfundur um tillöguna var haldinn 14. júní 2019.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að deiliskipulag Skógarhverfis 2. áfangi seinni hluti, verði skipt í þrjú skipulagssvæði þ.e. Skógarhverfi 3A (íbúðarbyggð), Skógarhverfi 3B (stofnanreitur) og Skógarhverfi 3C (íbúðarbyggð). Unnin verði fullbúnar deiliskipulagsbreytingar fyrir Skógarhverfi 3A og 3B. Deiliskipulögin verði kynnt aftur m.t.t. ofangreindar skiptingar á opnu húsi/kynningarfundi.

9.Deiliskipulag Skógarhverfi 2. áf. - breyting á skipulagsmörkum.

1906112

Deiliskipulag 2. áfanga Skógharhverfis var samþykkt 17. apríl 2007. Norðurhluti deiliskipulags 2.áfanga frá 2007 felldur úr gildi. Skipulagsákvæði með síðari breytingum gilda áfram á suðurhluta skipulagsákvæðisins.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að kynnt verði niðurfelling á skipulagsmörkum norðurhluta deiliskipulags 2. áfanga Skógarhverfis frá 2007 á opnu húsi/kynningarfundi.

10.Deiliskipulag Skógarhverfi 4.áf.

1905357

Tekin fyrir tillaga Teiknistofu arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar ehf. dags. 9.8.2019 að 4. áfanga Skógahverfis milli Asparskóga og Þjóðbrautar, skipulagsuppdráttur og greinargerð, þar sem gert er ráð fyrir fjölbýlishúsabyggð með 89-126 íbúðum. Kynningarfundur um tillöguna var haldinn 14. júní 2019.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að deiliskipulag Skógarhverfis 4. áfangi, nýtt deiliskipulag, verði kynnt aftur á opnu húsi/kynningarfundi m.t.t. lítilegra breytinga sem gerðar hafa verið á því eftir kynningarfund sem haldinn var 14.júní 2019.

11.Deiliskipulag Garðalundur - breyting skipulagsmörk

1906111

Tekin var fyrir tillaga að breytingu á deiliskipulagi Garðalundar, sem samþykkt var 27. apríl 2010. Breytingin felst í því að nyrsti hluti deiliskipulagsins er felldur úr gildi og íþróttavöllum fækkað. Breytt deiliskipulag er sett fram á breytingablaði dags. 2.8.2019. Breytingin er gerð til samræmis við breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017 og deiliskipulag Skógahverfis, áfanga 3A. Kynningarfundur um tillöguna var haldinn 28. júní 2019.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að deiliskipulag við Garðlund, verði kynnt aftur á opnu húsi/kynningarfundi m.t.t. frekari útvíkkunar svæðis undir íbúðabyggð frá því sem var kynnt á kynningarfundi um tillöguna 28.júní 2019.

Fundi slitið - kl. 13:35.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00