Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

121. fundur 22. júlí 2019 kl. 08:15 - 10:15 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ragnar B. Sæmundsson formaður
  • Ólafur Adolfsson varaformaður
  • Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Krókatún 9 - Bílastæði

1907055

Umsókn um að bæta við tveimur bílastæðum á lóðina Krókatún 9.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið en óskar eftir samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða þ.e. Krókatún 11, 12, 14 og 16. Allur kostnaður sem til fellur innan sem utan lóðar vegna gerð stæða skal greiddur af eiganda.

2.Vesturgata 158 - beiðni um bílastæði

1904247

Umsókn um bílastæði á Vesturgötu 158 innan lóðar. Meðfylgjandi er samþykki lóðarhafa Vesturgötu 156, 157 og 159.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn. Allur kostnaður sem til fellur innan sem utan lóðar vegna gerð stæða skal greiddur af eiganda.

3.Deiliskipulag Skógarhverfi 1. áf. - Seljuskógar 2-4 grenndarkynning

1905363

Sótt var um að breytingu á inngangi í íbúðirnar. Erindið var grenndarkynnt frá 14. júní til 14. júlí 2019, fyrir lóðarhöfum við Seljuskóga 1, 3, 5, 6 og Asparskógum 4. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku birt í B-deild Stjórnartíðinda.

4.Reynigrund 5 - umsókn um byggingarleyfi

1906020

Umsókn um að stækka bílskúr um 3 metra og byggja sólskála framan við stofuglugga samkvæmt meðfylgjandi rissi. Hverfið er ekki deiliskipulagt, en á svæðinu er ígildi deiliskipulags. Stækkun á bílskúr fer út fyrir byggingarreit.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að fram fari grenndarkynning á breytingunni skv. 2. mgr. 43. gr. sbr. 3. mgr.44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir lóðarhöfum Reynigrundar 3, 7, 41, 43 og 45.

5.Vesturgata 103 - Umsókn um byggingarleyfi

1905311

Sótt var um stækkun svala, setja kvisti á rishæð og bæta við glugga og svölum á 1. hæð.
Erindið var grenndarkynnt frá 17. júlí til og með 14. ágúst 2019, fyrir eigendum Vesturgötu 97, 101 og 105. Undirritað samþykki barst frá framangreindum eigendum.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku birt í B-deild Stjórnartíðinda.

6.Umhverfisstefna Akraneskaupstaðar

1811112

Drög að umhverfisstefnu lögð fram og kynnt.
Ragnar Sæmundsson formaður skipulags- og umhverfisráðs fór yfir stöðu málsins.

7.Grenndarstöð Dalbraut - við Fjöliðjuna

1805134

Umhverfisstjóri fór yfir kostnaðaráætlun fyrir nýja valkosti fyrir grenndarstöð.
Málið kynnt.

Fundi slitið - kl. 10:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00