Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

120. fundur 08. júlí 2019 kl. 08:15 - 12:10 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Ragnar B. Sæmundsson formaður
 • Ólafur Adolfsson varaformaður
 • Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
 • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
 • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Deiliskipulag Dalbrautarreits - Þjóðbraut 1

1905216

Grenndarkynningu lauk 3. júli sl. athugasemdir bárust frá Búmönnum hsf. og búseturétthöfum að Þjóðbraut 1.
Ragnar Sæmundsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Athugasemdir við grenndarkynningu lagðar fram. Sviðsstjóra falið að koma með tillögu að svari við þeim athugasemdum sem borist hafa.

2.Dalbraut 1 - samkomulag um bílastæði

1906119

Samkomulag lagt fram til kynningar.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi samkomulag um bílastæði við Dalbraut 1, sem nýtast munu Dalbrautarreit þ.m.t. þjónustumiðstöð. Lagt er til við bæjarráð að samþykkja fyrirliggjandi samkomulag.

3.Fimleikahús - búnaður

1907028

Opnuð voru tilboð í búnað í fimleikahús sem verið er að byggja á Akranesi.

Eftirfarandi tilboð bárust:

Altis nr.1 kr.120.923.724
Altis nr.2 kr.116.336.814
Altis nr.3 kr.111.444.474
Fimleikar.is kr.114.918.790

Kostnaðaráætlun VSÓ kr. 70.000.000

Skipulags- og umhverfisráð hafnar öllum tilboðum á grunni kostnaðaráætlunar. Horft verði til þess að bjóða út búnað í fimleikahúsi að nýju.

4.Skólabraut 31 - umsókn um byggingarleyfi

1808052

Skipulags- og umhverfisráð leggur til að grenndarkynnt verði skv. 2. mgr. 43. gr. sbr. 2. mgr. 42. gr. Grenndarkynna skal fyrir Skólabraut 27, 29, 33 og Heiðargerði 3.

5.Skipulagsmál Skógarhverfi

1907049

Árni Ólafsson arkitekt fór yfir breytingar á aðal- og deiliskipulagi Skógarhverfis.

Fundi slitið - kl. 12:10.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00