Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

113. fundur 13. maí 2019 kl. 08:15 - 11:10 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ragnar B. Sæmundsson formaður
  • Ólafur Adolfsson varaformaður
  • Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Dagskrá

1.Suðurgata 121 bílgeymsluþak - fyrirspurn til byggingarfulltrúa

1904098

Fyrirspurn um heimild til að setja risþak á sérstæðan bílskúr á lóðinni. Skv. deiliskipulagi Akratorgsreits er leyfilegt nýtingahlutfall lóðarinnar 0,45.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að fram fari grenndarkynning á breytingunni skv. 2. mgr. 43.gr sbr. 3. mgr.44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir lóðarhöfum á Suðurgötu 119, 120, 122, 124, 126 og Skagabraut 9-11, 15, 17, 19 og 21.

2.Deiliskipulag Dalbrautarreits - Þjóðbraut 1

1905216

Fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi Dalbrautarreits vegna Þjóðbrautar 1. Breytingin felst í að útbúa íbúð á 1. hæð hússins.
Ragnar B. Sæmundsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að fram fari grenndarkynning á breytingunni skv. 2. mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir eigendum og leigjendum að Þjóðbraut 1.

3.Sementsreitur - uppbygging

1901196

Kynntar voru hugmyndir fasteignaþróunarfélagsins Spildu um uppbyggingu Sementsreits og hugsanlega aðkomu Spildu að því verkefni.

Skipulags- og umhverfisráð felur bæjarstjóra og sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna málið áfram.

4.Eignasjóður - húsnæðismál

1905204

Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri fór yfir möguleika á húsnæðismálum er varða eignasjóð.

5.Reiðskemma á Æðarodda - uppbygging

1711115

Fyrirspurn um stækkun fyrirhugaðra reiðskemmu við Æðarodda.
Skipulags- og umhverfisráð gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við stækkun hússins. Stækkunin verði hinsvegar bundin því skilyrði að hámarksframlag Akraneskaupstaðar sbr. yfirlýsingu undirritaða 1. maí 2018 breytist ekki og að hestamannaféagið Dreyri taki á sig þá kostnaðaraukningu sem verður vegna stækkunarinnar. Að öðru leiti er málinu vísað til bæjarráðs.

6.Umhverfisstefna Akraneskaupstaðar

1811112

Verklag fyrir íbúafund kynnt
Sindri Birgisson umhverfisstjóri lagði fram tillögu um að íbúafundur vegna umhverfisstefnu yrði haldinn 23. maí 2019. Skipulags-og umhverfisráð samþykkir fyrirhugaða tímasetningu.

7.Grenndarstöð Dalbraut - við Fjöliðjuna

1805134

Farið yfir stöðuna á grenndarstöð
Sindri Birgisson umhverfisstjóri fór yfir mögulegar staðsetningar á grenndarstöð á Akranesi. Skipulags- og umhverfisráð felur umhverfisstjóra að skoða betur með staðarval við Garðagrund 1 og 3.

8.Garðasel - leiktæki á leikskólalóð fyrir yngstu börnin

1904017

Beiðni Garðasels um kaup á leiktækjum fyrir yngstu börnin á útisvæði leikskólans.
Skipulags- og umhverfisráð telur að móta þurfi heildaráætlun um þarfir yngsta hópsins í leikskólanum. Á grunni þeirra áætlunar verði gerð framkvæmdaáætlun um breytingar á leikskólalóðum til að mæta þörfum þess aldurshóps.

Að öðru leiti vísar ráðið málinu bæjarráðs.

9.Fjöliðjan - húsnæðismál

1905238

Skipulags- og umhverfisráð felur Sævari Frey Þráinssyni bæjarstjóra og Sigurði Páli Harðarsyni sviðsstjóra að vinna málið áfram, í samræmi við fyrirliggjandi gögn.

Fundi slitið - kl. 11:10.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00