Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

112. fundur 06. maí 2019 kl. 08:15 - 10:30 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Ragnar B. Sæmundsson formaður
 • Ólafur Adolfsson varaformaður
 • Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
 • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
 • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Dagskrá

1.Úthlutun lóða

1704039

Farið yfir stöðu úthlutaðra lóða.
Stefán Þór Steindórsson byggingafulltrúi fór yfir stöðu á lóðarúthlutunum.

2.Deiliskipulag Akratorgsreits - Sunnubraut 17

1811010

Umsókn um viðbyggingu sem felst í að byggja eina hæð ofan á bílskúr sem byggður var 2004. Samþykki meðeigandi fylgir með. Nýtingarhlutfall lóðarinnar er 0,43 eftir breytingu væri nh. 0,47. Heimilt nýtingarhlutfall skv. greinargerð deiliskipulags Arnardalsreits er 0,55.
Grenndarkynnt var fyrir lóðarhöfum við Sunnubraut 14, 15, 16, 18, 19, 20, 21, 22 og 24, Skagabraut 2, 4, 6 og 8, Kirkjubraut 32 og Merkigerði 21.
Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku birt í B-deild Stjórnartíðinda.

3.Keilufélag Akraness - fyrirspurn um framkvæmdir

1905069

Gerður J. Jóhannsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
Karl Jóhann Haagensen verkefnastjóri fór yfir kostnaðaráætlun vegna hugsanlegra framkvæmda í íþrótthúsinu á Vesturgötu varðandi bætta aðstöðu fyrir keilufélagið.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að keilubrautir verði endurnýjaðar. Áætlaður kostnaður er kr. 25. milljónir.

4.Umferðaröryggisáætlun

1905072

Farið yfir stöðu umferðaröryggisáætlunar frá 2017. Hvað hefur áunnist?
Jón Ólafsson verkefnastjóri og Alfreð Þór Alfreðsson rekstrarstjóri áhaldahúss, fóru yfir stöðu umferðaröryggismála sbr. aðgerðaráætlun í umferðaröryggisskýrslu sem unnin var 2017.

5.Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar - umsögn

1905073

Beiðni um umsögn um breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar. Breytingin felst í því að Vatnshamralína 2 er færð úr loftlínu í jarðstreng sbr. uppdrætti Landlína dagsettum 1.3.2019.

6.Skipulagsmál - ferill og staða

1902159

Staða skipulagsmála
Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri og Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi fóru yfir stöðu skipulagsmála.

7.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2019-2022

1810140

Farið yfir framkvæmdir.
Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri fór yfir stöðu framkvæmda á árinu 2019.

Fundi slitið - kl. 10:30.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00