Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

111. fundur 29. apríl 2019 kl. 08:15 - 09:55 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ragnar B. Sæmundsson formaður
  • Ólafur Adolfsson varaformaður
  • Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Aðalskipulag Smiðjuvellir - breyting

1809184

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017 vegna iðnaðarsvæðisins að Smiðjuvöllum skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst m.a. í að landnotkunarreitir A9 og A10 eru sameinaðir í reit A8 og skipulagsákvæðum breytt. Gert er ráð fyrir blandaðri landnotkun. Svæði I6 fyrir aðveitustöð rafveitu er fært til austurs í samræmi við orðinn hlut. Svæði V9 er leiðrétt til samræmis við afmörkun lóðar. Tillagan var auglýst frá 5. mars til og með 28. apríl 2019. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt sbr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun til staðfestingar.

2.Deiliskipulag Smiðjuvalla - Smiðjuvellir 12-14-16-18-20-22

1805071

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Smiðjuvalla vegna lóðanna við Smiðjuvelli 12-14-16-18-20 og 22. Breytingin felst í að sameina lóðirnar við Smiðjuvelli 12-22 í eina lóð. Sameinuð lóð er ætluð fyrir léttan iðnað, þjónustu og skrifstofur. Tillagan var auglýst frá 5. mars til og með 28. apríl 2019, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun til yfirferðar og auglýsing um gildistöku hennar birt í B-deild Stjórnartíðinda.

3.Aðalskipulag Flóahverfi breyting

1809183

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017 vegna Flóahverfis, sem auglýst var skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá 5. mars til og með 28. apríl 2019. Breytingin felst m.a. í að landnotkunarreitur A11 er stækkaður um 3,5 ha. Gróðurbeltum er breytt til samræmis, sýndar eru tengingar svæðisins við megin gatnakerfi og tenging við iðnaðarsvæði I15. Flutningslína raforku, jarðstrengur er sýndur norðan Akrafjallsvegar og austan Flóahverfis að sveitarfélagsmörkum. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt sbr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun til staðfestingar.

4.Deiliskipulag Flóahverfi - endurskoðun

1807128

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Flóahverfis var auglýst frá 5. mars til og með 28. apríl 2019, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í að gatnakerfið er stækkað, lóðastærðum breytt og lóðum fjölgað. Stígar umhverfis svæðið og gróðurbelti eru sýnd til leiðsagnar. Nýtingarhlutfalli lóða er breytt.
Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun til yfirferðar og auglýsing um gildistöku hennar birt í B-deild Stjórnartíðinda.

5.Gjaldskrá - gatnagerðargjöld

1904130

Fjallað um breytingu á gjaldskrá.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að fyrirliggjandi drög að breytingu á gatnagerðargjöldum verði samþykkt.

6.Dalbraut 4 - hönnun þjónusturýmis aldraðra.

1904230

Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að ganga frá samningi við Eflu um verkfræðihönnun á þjónusturými fyrir aldraða á 1.hæð, Dalbraut 4. Samningsupphæð er kr. 9.568.548 utan vsk, sem fæst endurgreiddur.

Sviðsstjóra er falið að bjóða út arkitektahluta verksins.

7.Deiliskipulag Skógarhverfi 2. áfangi breyting

1904143

Lagðar fram hugmyndir af breytingu í Skógarhverfi 2. áfanga
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi gögn um breytingar í Skógarhverfi 2. áfangi. Breytingar felast í eftirfarandi:

Fagrilundur:
Að gera einbýlishúsalóðir við Fagralund 1, 3, 5, 7 og 2, 4, 6 að par- og raðhúsalóðum.

Akralundur:
Að heimila 4-6 íbúðir í stað einungis 4 íbúðir á fjölbýlishúsalóðum við Akralund 8, 10, 12 og 14.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til að fyrirliggjandi skipulagsgögn verði kynnt á almennum fundi/opnu húsi. Í framhaldinu verður málið tekið fyrir að nýju.


8.Skógarhverfi 1. áf. fjölbýlishús - Fyrirspurn til skipulags- og umhverfisráðs

1904135

Fyrirspurn frá lóðarhöfum á Asparskógum 15, 19 og 21 varðandi breytingu á greinargerð deiliskipulags Skógarhverfis 1. áfanga.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn eftirfarandi breytingar á greinargerð á deiliskipulagi við Skógarhverfi, Akranesi, 1.áfangi, vegna Asparskóga 11, 13, 15, 17, 19 og 21.
Lagt er til að breytingarnar verði grenndarkynntar í samræmi við 2. mgr. 43. grein, skipulagslaga nr.123/2010.

Grenndarkynning taki til lóðarhafa við Asparskóga 6, 8, 10, 12, 14, 16 og 18 auk Beykiskóga 19.

Breytingar á greinargerð felast í eftirfarandi:

Kafli 3.2
Öll hús á skipulagssvæðinu eru látin standa við götu og snúa framhlið og aðalinngangi að henni.

Verður eftir breytingu:
Framhlið og aðalinngangur húss skal hvort heldur sem er snúa að götu eða frá henni. Ennfremur sé tryggt samræmi í hönnun húsa er varðar hliðar er snúa út að götu og sérnotafletir íbúða á jarðhæð.

Grein 4.3.1, Almennt
Ef byggð verða svokölluð svalagangahús skal þess gætt að svefnherbergi snúi ekki að svalagangi.

Verður eftir breytingu:
Ef byggð verða svokölluð svalagangahús skal þess gætt að lágmarka svefnherbergi er snúi að svalagangi. Í slíkum tilvikum skal þess gætt að slíta svalagang frá húsi í samráði við byggingafulltrúa

9.Suðurgata 108 - framkvæmdir

1904136

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að húsið verði sett á sölu, skv. kvöðum í meðfylgjandi minnisblaði.

10.Umhverfisstefna Akraneskaupstaðar

1811112

Umræður um umhverfisstefnu Akraneskaupstaðar.
Sindri Birgisson umhverfisstjóri kynnti málið. Skipulags- og umhverfisráð leggur til að haldinn verði opinn íbúafundur um umhverfisstefnu Akraneskaupstaðar. Umhverfisstjóra falið að finna hentugan fundartíma í maímánuði.

Fundi slitið - kl. 09:55.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00