Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

108. fundur 25. mars 2019 kl. 08:15 - 11:30 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ragnar B. Sæmundsson formaður
  • Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir varaformaður
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
  • Sindri Birgisson umhverfisstjóri
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Dagskrá

1.Starfshópur um uppbyggingu á Dalbraut 4 - þjónustumiðstöð

1806229

Lokaskýrsla starfshóps um uppbyggingu á Dalbraut 4.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar starfshópnum fyrir lokaskýrsluna og þá miklu vinnu sem að baki henni liggur.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að hafin verði hönnun á innri frágangi þjónustumiðstöðvar.

2.Deiliskipulag Ægisbrautar - Ægisbraut 28

1812048

Umsókn um að staðsetja gáma á lóðinni samkvæmt meðfylgjandi rissi.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að fram fari grenndarkynning á breytingunni skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir lóðarhöfum við Ægisbraut 29, 31 og 30, ásamt Vallholti 1.

3.Deiliskipulag - fyrirspurn um breytingu Bárugata 15

1811216

Fyrirspurn um deiliskipulagsbreytingu sem felst í að hækka húsið og koma fyrir 12 smáíbúðum.
Skipulags- og umhverfisráð leggst ekki gegn því að byggðar verði íbúðir á Bárugötu 15 að því tilskyldu að breyting á skipulagi gangi eftir. Hinsvegar leggst ráðið gegn því að bílastæði verði sett upp við Bárugötu 14 og 16. Umsækjandi þarf því með umsókn sinni að sína fram á hvernig hann hyggst leysa bílastæðamál er tengjast íbúðum á Bárugötu 15.

4.Sementsreitur - uppbygging

1901196

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að samið verði við Work North ehf. um að fjarlægja veggi umhverfis sandþró samhliða öðru niðurrifi við sementsreit. Um yrði að ræða viðbótarverk við niðurrif á Sementsreit kr. 40.645.936.

5.Þróun landsskipulagsferlis: Loftslag, landslag og lýðheilsa - boð um þátttöku á samráðsvettvangi

1903181

Skipulagsstofnun boðar til þátttöku á samráðsvettvangi um loftslag, landslag og lýðheilsu.
Lagt fram til kynningar.

6.Deiliskipulag Dalbraut-Þjóðbraut - Þjóðbraut 9

1903262

Fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi Dalbraut-Þjóðbraut. Breytingin felst í að sameina lóðir nr. 9 og 11 við Þjóðbraut fyrir nýja byggingu.
Málið kynnt.

7.Rekstrarstjóri umhverfisdeildar

1903261

Starfslýsing og auglýsing á starfi rekstrarstjóra umhverfissviðs.
Gert er ráð fyrir starfinu í fjárhagsáætlun 2019.
Skipulags- og umhverfisráð óskar eftir heimild bæjarráðs til að auglýsa starfið.

Fundi slitið - kl. 11:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00