Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

101. fundur 28. janúar 2019 kl. 08:15 - 10:15 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Ragnar B. Sæmundsson formaður
 • Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir varaformaður
 • Ólafur Adolfsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
 • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
 • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
 • Sindri Birgisson umhverfisstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Dagskrá

1.Akursbraut 11A - lóðamál

1901157

Fyrirspurn frá Bílar og dekk ehf. varðandi notkun á hluta lóðar nr. 5 við Akursbraut.
Akursbraut 11A er eignalóð í eigu fyrirspyrjanda.
Akursbraut 5 er eign Akraneskaupstaðar og skráð opið svæði.
Lagt fram lóðarblað og drög að samningi.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir samkomulag vegna afnota fyrirtækisins Bílar og dekk ehf. af hluta lóðar Akraneskaupstaðar við Akursbraut 5 undir bílastæði.
Sviðsstjóra falið að ganga frá samningi um afnot lóðar, skv. umræðum á fundinum.

2.Stofnanalóðir 2019

1901193

Áhrif framkvæmda við fimleikahúsið á skólalóð Brekkubæjarskóla. Hvaða lausnir eru í boði til bráðabirgða og framtíðar?
Skipulags- og umhverfisráð þakkar umhverfisstjóra yfirferð um málið. Skipulags- og umhverfisráð felur umhverfisstjóra að vinna að málinu áfram í samstarfi við skólastjórnendur Brekkubæjarskóla.

3.Akranes ferja - flóasiglingar 2019

1812094

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að vinna að útboðsgögnum vegna Flóasiglinga 2020. Samhliða vinnu við útboðsgögn verði unnin greinargerð um reynslu af Flóasiglingum 2017.


4.Deilisk. Æðarodda - breyting vegna reiðskemmu

1805150

Fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi vegna reiðskemmu.
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að gera breytingu á deiliskipulagi við Æðarodda til að koma fyrir reiðskemmu og aðstöðu henni tengdri.

5.Aðalskipulag Akraness M2 - breyting á miðsvæði (Akratorg, Kirkjubraut,Stillholt)

1811021

Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akraness M2 vegna breytinga á Kirkjubraut 39. Breytingin felst í breyttum skipulagsákvæðum fyrir M2, þ.e. auknu byggingarmagni skal mæta með gerð nýrra bílastæða í göturými, með samnýtingu og með bílageymslum neðanjarðar þar sem aðstæður leyfa. Skilmálar um fjölda bílastæða vegna aukinnar nýtingar skulu settir í deiliskipulagi. Tillagan er unnin af Teiknistofu arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar ehf., dags. 25. janúar 2019.
Skipulagslýsing var auglýst 21. nóvember með fresti til að skila inn ábendingu til 13. desember 2018.
Haldið var opið hús/kynningarfundur til kynningar á skipulagsbreytingunni föstudaginn 18. janúar sl.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn, að tillagan verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Áður en tillagan verður auglýst skal hún send Skipulagsstofnun til yfirferðar sbr. 3. mgr. 30. gr. sömu laga.

6.Deilisk. Stofnanareitur - Kirkjubraut 39

1807077

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Stofnanareits sem unnin er af Al-hönnun ehf. dags. 5. júní 2018. Tillagan er sett fram á skipulagsuppdráttum og í greinargerð. Í tillögunni felst að að byggja upp verslunar- og hótel á lóðinni. Nýtingarhlutfall er aukið úr 0,4-0,6 í 1,56 og byggt verði alla 4. hæða hús í götulínu.

Skipulagslýsing var auglýst 21. nóvember með fresti til að skila inn ábendingum til 13. desember 2018.

Haldið var opið hús/kynningarfundur til kynningar á skipulagsbreytingunni föstudaginn 18. janúar sl.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga breytingu deiliskipulagins verði auglýst í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Ráðið vill benda á að allur kostnaður sem hlýst af skipulagsbreytingunni fellur á umsækjanda hennar, þar með talinn kostnaður vegna bílastæðagjalds.

7.Aðalskipulag Flóahverfi breyting

1809183

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017 vegna stækkunar Flóahverfis hefur verið afgreidd til auglýsingar. Verkfræðistofan Efla hefur fyrir hönd Landsnets óskað eftir því að gert verði ráð fyrir 66 kV jarðstreng, flutningslínu raforku, milli Brennimels og tengivirkis á Akranesi. Tillaga að legu strengsins suðaustan Flóahverfis var unnin í samráði við Skipulags- og umhverfissvið og skipulagsráðgjafa. Gera þarf grein fyrir legu strengsins á aðalskipulagsuppdrætti og er því lagt til að hann verði færður inn á breytingarblað vegna Flóahverfis.
Lagt er fram endurskoðuð tillaga vegna stækkunar Flóahverfis þar sem jarðstrengurinn er sýndur og lagt til að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga. sviðsstjóra er falið að senda endurskoðaða breytingartillögu til Skipulagsstofnunar til yfirferðar.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn, að tillagan verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Áður en tillagan verður auglýst skal hún send Skipulagsstofnun til yfirferðar sbr. 3. mgr. 30. gr. sömu laga.

8.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2019-2022

1810140

Sviðsstjóri fór yfir framkvæmdir ársins 2019. Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að skoða aðra verktilhögun við framkvæmd við Esjubraut 2. áfanga, þ.e. að gatan verði mjókkuð í 7,5 metra og grafið verði niður á fast undirlag við endurnýjun hennar.

Fundi slitið - kl. 10:15.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00