Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

95. fundur 05. nóvember 2018 kl. 08:15 - 11:00 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Ragnar B. Sæmundsson formaður
 • Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir varaformaður
 • Ólafur Adolfsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
 • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
 • Sindri Birgisson umhverfisstjóri
 • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Míla - Ljósleiðari á Akranesi

1809203

Jón R. Kristjánsson framkvæmdarstjóri Mílu ehf. situr fundinn undir þessum lið
Fyrir liggur vilji Mílu um að samnýta ljósleiðarkerfi Gagnaveitu Reykjavíkur á Akranesi. Skipulags-og umhverfisráð óskar eftir umsögn Gagnaveitu Reykjavíkur um þá beiðni.

Hagsmunir Akraneskaupstaðar felast m.a. í því að ekki verði farið í óþarfa jarðrask vegna ljósleiðaravæðingar á Akranesi.

2.Garðabraut 2a - Fyrirspurn um íbúðir í stað skrifstofa

1810174

Fyrirspurn um möguleika á breytingu á skrifstofum í íbúðir
Skipulags-og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið.

3.Jaðarsbraut 31 - lóðarleigusamningur endurnýjun

1810230

Beiðni um endurnýjun lóðarleigusamnings vegna sölu íbúðar.
Skipulags- og Umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi beiðni.

4.Akurgerði 21 - umsókn um byggingarleyfi

1806197

Breytingin felst í að rífa núverandi verönd sem byggð er ofan á bílskúr aðliggjandi lóðar og endurbyggja verönd á þeim bílskúr sem tilheyrir umsækjanda. Grenndarkynnt var fyrir lóðarhöfum við Akurgerði 19 og 23, Sunnubraut 4 og 5, Suðurgötu 83, 85 og 87, ásamt Kirkjubraut 12.


Grenndarkynnt var skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 25. sept. til og með 23. október 2018. Engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku birt í B-deild Stjórnartíðinda.

5.Aðalsk.Akraness breyting-miðsvæði Akratorg, Kirkjubraut,Stillholt

1811021

Aðalskipulagsbreyting á miðsvæði M2, Akratorg, Kirkjubraut, Stillholt.
Lögð fram skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Akraness 2005-2017. Breytingin tekur til miðsvæðis M2, Akratorg, Kirkubraut,Stillholt og felst í breyttum skipulagsákvæðum um bílastæðamál. Engin breyting er gerð á skipulagsuppdrætti.

Skipulags-og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi skipulagslýsing verði auglýst til kynningar.

6.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2019-2023

1810140

Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2019-2022
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi fjárfestinga-og framkvæmdaáætlun vegna ársins 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022.

Skipulags- og umhverfisráð vísar málinu til bæjarráðs.

7.Skipulag - Dalbraut-Þjóðbraut

1411116

Lagfæring á skipulagi
Skipulags-og umhverfiráð samþykkir óverulegt frávik á skipulagsgögnum um lóð 4 við Dalbraut. Frávikið felst í því að nýtingarhlutfall lóðar verði 2.28 í stað 2.22. Breytingin rúmast innan óbreytts byggingarreits og hefur ekki áhrif á aðra hagsmunaaðila.

Skipulags-og umhverfiráð leggur til við bæjarstjórn að ofangreind lagfæring á skipulagsgögnum verði gerð í samræmi við 43.grein, 3.mgr, skipulagslaga nr.123/2010.

8.Rafhleðslustöð fyrir Akraneskaupstað

1612005

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að setja upp rafhleðslustöð við frístundamiðstöð við Garðavöll.
Byggingarfulltrúi kynnir málið.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breytta tillögu byggingarfulltrúa og ganga frá uppsetningu rafhleðslustöðvar við frístundarhús.

Fundi slitið - kl. 11:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00