Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

90. fundur 10. september 2018 kl. 08:15 - 12:10 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Ragnar B. Sæmundsson formaður
 • Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir varaformaður
 • Ólafur Adolfsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
 • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
 • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
 • Sindri Birgisson umhverfisstjóri
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Aðalskipulag - endurskoðun 2018-2030

1606006

Tillögur að endurskoðuðu aðalskipulagi.
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að uppfæra skipulagsgögn fyrir næsta fund ráðsins.

2.Deilisk. Skógahverfi 1. áfangi - endurskoðun

1809022

Endurskoðun deiliskipulags Skógahverfis I.
Skipulags- og umvherfisráð þakkar kynningu Árna Ólafssonar arkitekts. Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram fyrir næsta fund ráðsins.

3.Deilisk. Skógarhverfi 2. áf. - endurskoðun

1802321

Endurskoðun á deiliskipulagi Skógahverfis 2. áfanga.
Skipulags- og umvherfisráð þakkar kynningu Árna Ólafssonar arkitekts. Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram fyrir næsta fund ráðsins.

4.Deilisk. Dalbrautarreitur - Stillholt 23 - grenndarkynning

1806251

Tekin fyrir að nýju fyrirspurn Uppbyggingar ehf. og S23 ehf. um að breyta efri hæð hússins við Stillholt 23 í gistiheimili í flokki II.
Við nánari yfirferð er málið metið þannig að starfsemin sem sótt er um sé í samræmi við ákvæði aðalskipulags um miðsvæði M4 og ákvæði deiliskipulags Dalbrautarreits, þar sem gert er ráð fyrir að lóðin sé nýtt undir verslun og þjónustu. Breytt notkun efri hæðar er ekki líkleg til þess að hafa neikvæð áhrif á nágranna. Því er ekki talin þörf á formlegri grenndarkynningu.

Óskað verði eftir frekari rökstuðningi varðandi bílastæðaþörf og metið hvort ástæða sé til að setja á bílastæðargjöld

5.Hverfisvernd á eignarlóðum Grenja ehf. - krafa um afnám

1806187

Erindi frá Libra lögmönnum um að hverfisvernd verði afnumin af eignarlóðum Grenja ehf. að Bakkatúni 20, 26, 28 og 30 og af Krókatúni 22-24. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 16. ágúst síðastliðinn að visa erindinu til umsagnar og e.a. málsmeðferðar hjá skipulags- og umhverfisráði.
Erindið lagt fram. Sviðsstjóra falin frekari vinnsla málsins.

6.Deilisk. Flóahverfi - endurskoðun

1807128

Tillögur að breytingu á deiliskipulagi Flóahverfis.
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að vinna skipulagslýsingu á fyrirhuguðum skipulagsbreytingum í Flóahverfi. Skipulagslýsing tæki á breytingu á aðalskipulagi ásamt breytingum á deiliskipulagi Flóahverfis.

7.Aðalskipulag - Grenjar - breyting

1809059

Lögð fram skipulagslýsing vegna breytinga á að aðalskipulagi.
Skipulagslýsing vegna breytinga á aðalskipulagi á svæði Grenja H3, hafnarsvæði lögð fram.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi skipulagslýsing verði auglýst til kynningar.

8.Deilisk. Grenjar hafnarsv. H3 - vegna Bakkatúns 30-32

1809055

Grenjar ehf. óska eftir breytingu á deiliskipulagi Grenjar hafnarsvæði H3 vegna Bakkatúns 30-32.
Lögð var fram tillaga að breytingu á hafnarsvæði á Akranesi H3 Grenjar sem unnin er af Teiknistofu arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar ehf. Í ágúst 2018. Í breytingartillögu felst að byggingareitur á lóð við Bakkatún 30 er stækkaður til suðvesturs. Byggingarmagn eykst um 2.500 fermetra.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til að deiliskipulagsbreytingin verði kynnt og auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi Grenja, samanber 7. lið fundargerðar þessarar. (málsnr. 1809059)

9.Deilisk. Skógarhverfi 2. áf. - Baugalundur 3

1807054

Deiliskipulagsbreytngin felst í að heimilt verði að færa bílskúr austanmegin við húsið, samtímis fellur niður bindandi byggingarlína. Grenndarkynnt var fyrir lóðahöfum á Baugalundi 1, 4, 5, 6, 8, 10 og 12. Grenndarkynnt var skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynningin fór fram frá 3. ágúst til og með 1. september 2018. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarsjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku birt í B-deild Stjórnartíðinda.

10.Deilisk. Skógarhverfi 2. áf. - Fjólulundur 5-7, grenndarkynning

1806232

Breytingin felur í sér að breyta bundinni byggingarlínu við Fjólulund 5 og 7. Grenndarkynnt var fyrir lóðarhöfum við Fjólulund 4, 6, 8, 9 11 og 13.
Grenndarkynnt var skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 25. júlí til og með 24. ágúst 2018. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku birt í B-deild Stjórnartíðinda.

11.Endurheimt og varðveisla votlendis á Íslandi - lykilhlutverk sveitarfélaga

1712124

Lagt fram til kynningar.

12.Vesturgata 119 - samnýting bílastæða

1708031

Ósk eigenda Vesturgötu 119 um viðræður um samnýtingu og frágang á bifreiðaplani lóðarinnar.
Málið kynnt. Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að ræða við lóðarhafa varðandi samnýtingu plans og kostnaðarhlutdeild.

13.Akurgerði 21 - umsókn um byggingarleyfi

1806197

Óskað er eftir að fá að rífa núverandi verönd sem byggð er ofaná bílskúr aðliggjandi lóðar og endurbyggja verönd á þeim bílskúr sem tilheyrir umsækjanda.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að breytingin verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir eigendum húsa við Akurgerði 19 og 23, Sunnubraut 4 og 5, Suðurgötu 83, 85 og 87, ásamt Kirkjubraut 12.

14.Presthúsabraut 23 - erindi til byggingarfulltrúa

1807063

Bréf dags. 2. ágúst 2018 varðandi byggingarframkvæmdir við Presthúsabraut 23.
Byggingarfulltrúa falið að vinna áfram að málinu.

15.Garðabraut 23 - lóðarleigusamningur endurnýjun

1808280

Beiðni um endurnýjun lóðarleigusamnings.
Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemd við endurnýjun á ofnagreindum samningi.

16.Umhverfisviðurkenningar 2018

1808179

Umhverfisstjóri gerir grein fyrir tilnefningum.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að umhverfisviðurkenningum.

Fundi slitið - kl. 12:10.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00