Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

87. fundur 09. júlí 2018 kl. 08:00 - 11:15 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Ragnar B. Sæmundsson formaður
 • Ólafur Adolfsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
 • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
 • Sindri Birgisson umhverfisstjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Fimleikahús Vesturgötu - verksamningur

1807020

Umsögn Mannvits á tilboðum Spennt ehf. í byggingu fimleikahúss við Vesturgötu.
Fyrir liggur minnisblað Mannvits varðandi tilboðshafa. Skipulags-og umhverfisráð felur sviðsstjóra að semja við Spennt ehf um verkið á grundvelli aðaltilboðs þeirra í verkið.

2.Stillholt 23 - breyting v/ gistiheimilis

1806251

Fyrirspurn f.h. Uppbyggingar ehf og S23 ehf. um að fá að breyta efri hæð hússins við Stillholt 23 í gistiheimili í flokki II.
Skipulags-og umhverfisráð samþykkir að fram fari grenndarkynning á breytingunni skv. 2.mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010.

Grenndarkynnt verði fyrir lóðarhöfum við Stillholt 23, Dalbraut 2 og þjóðbraut 1.

3.Baugalundur 8 - fyrirspurn um breytingu

1806114

Beiðni Ragnars M. Ragnarssonar byggingarfræðingi f.h. lóðarhafa að Baugalundi 8, um færslu á bílskúr.
Skipulags-og umhverfisráð samþykkir að fram fari grenndarkynning á breytingunni skv. 2.mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010.


Grenndarkynnt verði fyrir lóðarhöfum við Baugalund nr. 4,6,10,3 og 5.

4.Fjólulundur 5-7 - skipulagsbreyting

1806232

Umsókn frá Trésmiðjunni Akri ehf. um að fá að breyta bundinni byggarlínu við Fjólulund 5 - 7 frá Trésmiðjunni Akri ehf.
Skipulags-og umhverfisráð samþykkir að fram fari grenndarkynning á breytingunni skv. 2.mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010.

Grenndarkynnt verði fyrir lóðarhöfum húsa nr. 4,6,8,9,11 og 13 við Fjólulund.

5.Smáraflöt 12-14 - breyting v/ bílskúr

1807028

Beiðni um að fá að stækka bílskúra við Smáraflöt 12-14.
Skipulags-og umhverfisráð samþykkir að fram fari grenndarkynning á breytingunni skv. 2.mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010.

Grenndarkynnt verði fyrir lóðarhöfum húsa nr. 1,2,3,4,6,8,10 og 16.

6.Deilisk. Grenjar hafnarsvæði - Krókatún 22-24

1804119

Umsögn um athugasemdir vegna grenndarkynningar á breytingu á deiliskipulagi Grenja hafnarsvæðis, vegna byggingar efnisskýlis við Krókatún 22-24.
Skipulags-og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi umsögn sviðsstjóra við þeim athugasemdum sem bárust við grenndarkynninguna. Skipulags-og umhverfisráð leggur til við bæjarráð (sem starfar í umboði bæjarstjórnar) að grenndarkynningin verði samþykkt og umsögn sviðsstjóra send þeim aðilum er lögðu fram athugasemdir. Deiliskipulagsbreytingin verði auglýst í B-deild Stjórnartíðinda og send á Skipulagsstofnun.

7.Skipulagsmál

1803121

Almenn umfjöllun.
Sviðsstjóri fór yfir stöðu skipulagsmála, s.s endurskoðun á aðalskipulagi, deiliskipulag Skógahverfis 2.áfanga, deiliskipulag í Flóahverfi, þéttingu byggðar, deiliskipulagsbreytingu við Akraneshöfn og deiliskipulagsbreytingu við Grenjar.

8.Gosbrunnur í Skrúðgarðinum (listaverkið "Stúlka með löngu")

1807021

Farið yfir framkomnar tillögur um að endurvekja gosbrunn í Skrúðgarðinum við Kirkjubraut 8.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að listaverkið "Stúlka með löngu" verði endurgert og tjörnin sem listarverkið hefur verið í verði endurvakin. Áætlaður kostnaður við endurgerð listaverksins er kr.550.000,-

Í framhaldinu er umhverfisstjóra falið að koma með tillögu að endurskipulagningu garðsins fyrir gerð framkvæmdaráætlunar 2019.

9.Skógræktarsvæði á Akranesi (Garðalundur og Klapparholt)

1807027

Umhirða skógræktarsvæða Akraneskaupstaðar.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar kynninguna og felur umhverfisstjóra að vinna áfram að framgangi verkefnisins.

Fundi slitið - kl. 11:15.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00