Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

84. fundur 24. maí 2018 kl. 16:00 - 18:15 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Einar Brandsson formaður
 • Kristín Sigurgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
 • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
 • Sindri Birgisson umhverfisstjóri
 • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Kirkjubraut 39 - fyrirspurn um byggingu hótels

1805092

Fyrirspurn f.h. Uppbyggingar ehf. til skipulags- og umhverfisráðs um byggingu hótels á lóðinni við Kirkjubraut 39.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í hugmyndir um hótelbyggingu á lóð við Kirkjubraut nr. 39.

2.Sigurfari - umsókn um stöðuleyfi

1805097

Beiðni Sigurfara, siglingafélags Akraness um stöðuleyfi á uppfyllingu austan við Faxabryggju fyrir 2 gáma.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið er varðar stöðuleyfi og felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við reglur um stöðuleyfi.

3.Baugalundur 2 - fyrirspurn um breytingu

1805105

Fyrirspurn um heimild til að færa bundna byggingarlínu.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að grenndarkynnt verði samkvæmt 2.mgr. 43. gr. sbr 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Grenndarkynnt verði fyrir eigendum að Baugalundi nr. 1 og 4, Akralundi 6 og Blómalundi nr. 1 og 3.

4.Deilisk. Sementsreit - strompur

1804231

Niðurrif á strompi.
Skipulags- og umhverfisráð fór yfir skipulagsgögn er varðar þá breytingu að fella niður sementsstrompinn. Sviðsstjóra er falið að auglýsa kynningarfund þar sem breytingin verður kynnt.

5.Skógræktarfélag Akraness 2018 - styrkir og land til skógræktar

1804162

Fjárhags- og verkáætlun frá Skógræktarfélagi Akraness kynnt.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið og leggur til við bæjarráð að gerður verði samstarfs- og framkvæmdasamningur við Skógræktarfélag Akraness til lengri tíma.

6.Grenndarstöð Dalbraut - við Fjöliðjuna

1805134

Hugmyndir að nýrri grenndarstöð á Dalbraut við Fjöliðjuna.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar kynninguna og felur umhverfisstjóra að vinna áfram að málinu.

7.Útileikvöllur fyrir fullorðna (íþróttir fyrir fullorðna)

1711030

Tillaga að "útileikvelli" fyrir fullorðna
Skipulags- og umhverfisráð þakkar kynninguna og fagnar fyrirliggjandi hugmynd og vísar málinu til endanlegrar afgreiðslu í bæjarráði.

8.Ærslabelgur - kynning

1803074

Tillaga að staðsetningu fyrir ærslabelg
Skipulags- og umhverfisráð þakkar kynninguna og felur umhverfisstjóra að vinna áfram að framgangi verkefnisins.

9.Lóðaleigusamningar - 2018

1712075

Eftirfarandi samningar féllu úr gildi árið 2017: Garðabraut 35, Garðabraut 33, Garðabraut 27, Garðabraut 25, Esjubraut 43, Esjubraut 15, Garðabraut 4-6, Heiðarbraut 31, Sandabraut 2 og Garðabraut 43.

Óskað er eftir heimild til að endurnýja lóðaleigusamninga með gildistíma til 2017.
Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemd við endurnýjun ofangreindra samninga.

10.Vogabraut 48 - lóðarleigusamningur endurnýjun

1805022

Beiðni eiganda um endurnýjun lóðarleigusamnings.
Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemd við endurnýjun á ofangreindum lóðarleigusamningi.

11.Umsókn um stöðuleyfi - söluvagn við Stillholt 16-18

1804245

Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið og felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við reglur um stöðuleyfi.

12.Umsókn um stöðuleyfi - söluvagn á Breið

1804081

Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið og felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við reglur um stöðuleyfi.

13.Vitastígur á Breiðinni

1803185

Kynntar hugmyndir vegna fyrirhugaðs útboðs á gerð svokallaðs "vitastígs" niðrá Breið, samkv. hönnun.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar kynninguna og felur skipulags- og umhverfissviði að vinna áfram að framgangi verkefnisins.

Fundi slitið - kl. 18:15.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00