Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

75. fundur 15. janúar 2018 kl. 16:15 - 17:50 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Einar Brandsson formaður
 • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
 • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
 • Kristín Sigurgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
 • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
 • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
 • Sindri Birgisson umhverfisstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Dagskrá

1.Aðalsk. Akraneshöfn

1709090

Skipulagslýsing lögð fram til kynningar.
Skipulagslýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Akraneshafnar.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi skipulagslýsing verði auglýst til kynningar.

2.Deilisk. - Flóahverfi, breyting

1801145

Tillaga að deiliskipulagsbreytingu.
Lögð var fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Flóahverfi unnin er af Teiknistofu arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar ehf.

Í breytingu á deiliskipulagi er lögð til tímabundin heimild fyrir starfsmannabúðir.

Ennfremur er lögð til breyting á skipulagi götu við Lækjarflóa og breyting á lóðum til samræmis.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan ásamt breytingarblaði vegna eldra deiliskipulags verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga.

3.Kalmansvellir 6 - umsókn um byggingarleyfi

1710151

Grenndakynnt var í skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndakynnt var frá 12. des. 2017 til og með 2. jan. 2018, engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku birt í B-deild Stjórnartíðinda.

4.Suðurgata 115 bílskúr - grenndarkynning.

1708036

Grenndakynnt var skv. 2. mgr. 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynningin fór fram frá 27. nóvember til og með 18. desember 2017. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku birt í B-deild Stjórnartíðinda.

5.Ægisbraut 2 - lóðarleigusamningur

1712089

Lóðarleigusamningur fyrir Ægisbraut 2, rann út 9. janúar 2017, samningurinn var gerður til 20 ára frá 9. jan. 1997 til 9. jan. 2017. Eftirfarandi kvöð er á lóðinni í lóðarleigusamningi: Samkvæmt gildandi deiliskipulagi frá 1. ágúst 2002 "er ekki leyft að byggja á lóðinni nema smábyggingar sem tengjast íþrótta- og leiksvæðinu s.s. snyrtingar, smáhús þar sem seldar eru léttar veitingar, grillaðstaða og fleira."
Óskað er eftir heimild til að framlengja lóðarleigusamninginn.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir endurnýjun á samningi til 2o ára.

6.Viðhald fasteigna - styrkir 2017

1702037

Farið var yfir stöðu styrkveitinga árið 2017.

7.Þétting byggðar í eldri hverfum

1703035

Byggingarfulltrúi fór yfir hugmyndir um þéttingu byggðar.Skipulags- og umhverfisráð þakkar fyrir góða kynningu.

Fundi slitið - kl. 17:50.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00