Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

65. fundur 10. júlí 2017 kl. 16:15 - 18:15 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Einar Brandsson formaður
 • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
 • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
 • Kristín Sigurgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
 • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
 • Sindri Birgisson umhverfisstjóri
 • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Jaðarsbakkar / Guðlaug - útboð

1601378

Sviðsstjóri fór yfir viðræður sínar við Ístak um hugsanlega aðkomu þeirra að verkinu.

2.Akraneshöll - lýsing

1705089

Skipulags-og umhverfisráð samþykkir tillögu ráðgjafa frá LISKA um að taka tilboði 3 frá Ískraft/philips í verkið. Tilboðsupphæð er kr. 17.521.021 með VSK.

3.Sorphirða á Akranesi - útboð 2017

1703209

Eftirfarandi tilboð bárust í verkið "sorphirða og rekstur á móttökustöð Gámu á Akranes 2017-2022"

Gámaþjónustu Vesturlands kr. 315.992.048
Kubbur kr. 490.356.000
Íslenska Gámafélgið kr. 389.005.200

Kostnaðaráætlun Mannvits kr. 374.986.380

Skipulags-og umhverfisráð felur sviðsstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda.

4.Stígur meðfram Ketilsflöt inn við Garðalund

1704141

Eftirfarandi tilboð bárust í verkið "Göngu og hjólastígur meðfram Ketilsflöt"

Skóflan kr. 30.900.000
Vélaleiga Halldórs Sigurðssonar kr. 26.642.000
Bjarmar kr. 34.749.000
Þróttur kr. 19.961.200

Kostnaðaráætlun kr. 30.637.400

Skipulags-og umhverfisráð felur sviðsstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda.

5.Fimleikahús Vesturgötu - hönnun

1705211

Eftirfarandi tilboð bárust í verkið "Fimleikahús Akranesi arkitektaráðgjöf"

Andrúm arkitektar kr. 7.935.840
PKDM arkitektar kr. 21.441.640
Ask arkitektar kr. 8.680.000

Kostnaðaráætlun kr. 16.500.000

Skipulags-og umhverfisráð felur sviðsstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda.

6.Skógræktarfélag Akraness - styrkir og land til skógræktar

1701156

Kynntar voru hugmyndir að stærðarbreytingum á landsvæðum í umsjá Skógræktarfélags Akraness, við þjóðveg og upp í Slögu.

Skipulags-og umhverfisráð felur umhverfisstjóra að endurskoða fyrirliggjandi samninga við Skógræktarfélagið með tilliti til ofangreindra breytinga.

7.Stígakerfi - hönnun og framkvæmdir

1604022

Kynning á vinnu endurskoðun stígakerfis á Akranesi
Skipulagsfulltrúi og umhverfisstjóri kynntu hugmyndir að heildrænni stefnumótun stígakerfa fyrir endurskoðun aðalskipulags.

8.Reiðveganefnd: Tillögur að göngu- og reiðleiðum

1703062

Umhverfisstjóri kynnti tillögur Reiðveganefndar að uppbyggingu reiðvega á Akranesi næstu árin. Skipulags-og umhverfisráð vísar áframhaldandi vinnu til endurskoðunar á aðalskipulagi.

9.Umsókn til Norrænu ráðherranefndarinnar - Norræn verkefni um sjálfbæra þróun þéttbýla

1707006

Akraneskaupstaður var valinn úr hópi umsækjanda til að taka þátt í verkefni á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Leitað var að borgum og þéttbýlum sem unnið hafa sérstaklega að því að skapa aðlaðandi bæjarumhverfi sem er öllum opið og er jafnframt efnahagslega, umhverfislega og félagslega sjálfbært til að taka þátt í norrænu verkefni um sjálfbæra borgarþróun.
Skipulags-og umhverfisráð fagnar niðurstöðu um styrkveitingu og felur Umhverfisstjóra áframhaldandi vinnu verkefnisins.

Fundi slitið - kl. 18:15.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00