Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

64. fundur 26. júní 2017 kl. 16:15 - 17:15 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Einar Brandsson formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Kristín Sigurgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jóhannes K. Guðjónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Stefán Þór Steindórsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Dagskrá

1.Deilisk.br. - Skógarhverfi I

1706002

Lögð var fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi 1. áfanga Skógahverfis sem unnin er af Teiknistofu arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar ehf., dags. 29. maí 2017. Í tillögunni felst annars vegar breyting á húsahæðum fjölbýlishúsa sunnan Asparskóga þar sem aðallega verður gert ráð fyrir tveggja hæða húsum án bílageymslna í stað þriggja hæða með bílageymslu og hins vegar stækkun skipulagssvæðisins sem nemur einni lóðaröð norðan Asparskóga með sams konar tveggja hæða fjölbýlishúsabyggð. Hærri hús verða á þremur lóðum. Jafnframt eru gerðar breytingar á skilmálum t.d. um íbúðafjölda. Tillagan er unnin í samræmi við rammaskipulag Skógahverfis frá 2005, sem ekki hefur formlegt gildi, en er nýtt sem forsenda einstakra skipulagsáfanga hverfisins. Nú er gert ráð fyrir 122 íbúðum á óbyggðum lóðum við Asparskóga en með breytingunni og stækkun skipulagssvæðisins verður gert ráð fyrir 159-236 íbúðum á óbyggðum lóðum við götuna.

Haldinn var opinn fundur þann 15.júní 2017 fyrir íbúa þar sem breytingarnar voru kynntar.

Skipulags og umhverfiráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi breytingar á deiliskipulagi og að skipulagið verði auglýst skv.41.gr. sbr. 1.mgr.43.gr. skipulagslaga nr.123/2010.

2.Deilisk.br. - Skógarhverfi II

1706003

Lögð var fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi 2. áfanga Skógahverfis sem unnin er af Teiknistofu arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar ehf., dags. 1. júní 2017. Í tillögunni felast eftirtaldar breytingar:

Almenn breyting á ákvæðum um bílastæði fyrir fjölbýlishús þar sem fjöldi bílastæða fer eftir stærð íbúða.

Breyting á lóðamörkum og sameining byggingarreita á lóðunum við Álfalund 6-12 og Akralund 13-23.

Raðhús og parhús við Álfalund 2-26 (jafnar tölur) og Akralund 13-41 (oddatölur) verða einnar hæðar í stað tveggja hæða.

Byggingarreit fjölbýlishúss við Akralund 6 er breytt, hann einfaldaður og skásettur miðað við aðliggjandi reiti.


Haldinn var opinn fundur þann 15.júní 2017 fyrir íbúa þar sem breytingarnar voru kynntar.

Skipulags og umhverfiráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi breytingar á deiliskipulagi og að skipulagið verði auglýst skv.41.gr. sbr. 1.mgr.43.gr. skipulagslaga nr.123/2010.

3.Sementsreitur - rif á mannvirkjum

1705122

Sviðsstjóri fór yfir stöðu og gerð útboðsgagna. Skipulags-og umhverfisráð felur sviðsstjóra að bjóða verkið út í opnu útboði.

4.Íþróttahús Vesturgötu og Byggðasafn - utanhúsviðhald (útboð)

1706085

Engin tiboð bárust í verkið. Sviðsstjóra falið að finna verktaka með hugsanlega samningsgerð um verkið í huga.

5.Vallholt 3 og 3A - fyrirspurn til skipulagsfulltrúa

1705220

Fyrirspurn Helgu K. Haug Jónsdóttur um breytingu á skipulagi vegna Vallholts 3 og 3A.
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að vinna að málinu.

6.Kirkjubraut 48 - beiðni um innkeyrslu og færslu á ljósastaur

1706046

Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið og felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.

7.Suðurgata 90 - styrkur til viðhalds fasteigna

1706081

Skipulags- og umhverfisráð getur ekki úthlutað úr sjóði til viðhalds fasteigna eftir að úthlutun hefur farið fram.

8.Jaðarsbakkar / Guðlaug - útboð

1601378

Engin tiboð bárust í verkið. Sviðsstjóra falið að finna verktaka með hugsanlega samningsgerð um verkið í huga.

9.Kirkjubraut 21 - fyrirspurn vegna viðhalds

1705119

Fyrirspurn Írisar Arthúrsdóttur um styrk vegna endurbóta á Kirkjubraut 21. (trúnaðarmál)
Skipulags- og umhverfisráð getur ekki úthlutað úr sjóði til viðhalds fasteigna eftir að úthlutun hefur farið fram en hún átti sér stað 2015.

10.Akursbraut 17 - fyrirspurn til byggingarfulltrúa

1703187

Grendarkynning vegna byggingarleyfisumsóknar
15.5.2017 samþykkti skipulags- og umhverfisráð að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn vegna Akursbrautar 17. Breytingin felst í að stækka anddyri og byggja yfir svalir á 1.hæð, setja kvist og svalir á rishæð.

Grenndarkynnt var fyrir fasteignaeigendum við Suðurgötu 40,42,46,48 og 50a og auk húss nr. 15 við Akursbraut.

Engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi verði samþykkt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Breytingin verði auglýst í B-deild Stjórnartíðinda og send Skipulagsstofnun.

11.Esjubraut 14 - fyrirspurn til byggingarfulltrúa um stækkun bílskúrs

1701289

Grenndarkynningu lauk 2.maí s.l., engar athugasemdir bárust.
6.3.2017 samþykkti skipulags- og umhverfisráð að grenndarkynna skipulagsbreytingar á lóðum við Esjubraut 14. Breytingin felst í að stækka bílskúr.

Grenndarkynnt var fyrir fasteignaeigendum við Esjubraut 10,12,16 og 18 auk húsa nr. 9,11,13 og 15 við Hjarðarholt.

Engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi verði samþykkt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Breytingin verði auglýst í B-deild Stjórnartíðinda og send Skipulagsstofnun.

12.Birkiskógar 2, Grendarkynning v. endurnýjunar byggingarleyfis

1704148

8.5.2017 samþykkti skipulags- og umhverfisráð að grenndarkynna skipulagsbreytingar á Birkiskógum 2. Breytingin felst í að hækka heimilað byggingarmagn.

Grenndarkynnt var fyrir fasteignaeigendum við Birkiskóga 1,4, og 3 auk húsa 19 og 20 við Álmaskóga.

Engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi verði samþykkt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Breytingin verði auglýst í B-deild Stjórnartíðinda og send Skipulagsstofnun.

Fundi slitið - kl. 17:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00