Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

62. fundur 15. maí 2017 kl. 16:15 - 17:55 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Einar Brandsson formaður
 • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
 • Kristín Sigurgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
 • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
 • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
 • Sindri Birgisson garðyrkjustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Dagskrá

1.Lóðaleigusamningar - útrunnir

1610040

Endurnýjun lóðaleigusamninga við Hjarðarholt 14, 16 og 18, Brekkubraut 27 og 29, Vesturgötu 150, 160, 162 og 164 og Vallholt 15.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að endurnýja ofangreinda samninga til 50 ára.

2.Akursbraut 17 - fyrirspurn til byggingarfulltrúa

1703187

Fyrirspurn um viðbyggingu og endurnýjun hússins.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að grenndarkynnt verði samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/201,
fyrir eigendum fasteigna við Suðurgötu nr. 40, 42, 46, 48, 50a og Akursbraut 15.

3.Styrkir til viðhalds fasteigna - 2017

1702037

Farið yfir umsóknir um styrki.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að vísa tillögu byggingarfulltrúa að úthlutun styrkja til bæjarráðs.

Ekki er hægt að verða við beiðni fasteignaeigenda Kirkjubrautar 15 um viðhaldsstyrki, þar sem það svæði var styrkhæft 2015 en ekki 2017.

4.Stígur meðfram Ketilsflöt inn við Garðalund

1704141

Kynning á áætlaðri framkvæmd á stíg við Ketilsflöt.
Kynntur var stígur við Ketilsflöt. Mikilvægt er að samfelld gönguleið sé að Garðalundi og golfvelli. Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að bjóða út verkið á grunni framlagðra gagna.

5.Akraneshöll - nýtt gervigras

1607058

Minnisblað.
Tilboð í gervigras í Akraneshöll voru opnuð 19. apríl 2017, eftirfarandi tilboð bárust:

Astro Turf / Lano kr. 67.968.558 Tilboðsblað ekki rétt útfyllt

Laiderz / Juta kr. 37.540.120

Metatron / Polytan 1 kr. 38.045.000
Metatron / Polytan 2 kr. 39.299.000
Metatron / Polytan 3 kr. 42.112.000
Metatron / Polytan 4 kr. 42.555.000

My Turf DDGrass kr. 38.900.000 Tilboðsblað ekki rétt útfyllt
My Turf Sportisca kt. 49.900.000 Tilboðsblað ekki rétt útfyllt

Altís / Edel 1 kr. 38.134.000
Altís / Edel 2 kr. 40.934.000
Altís / Edel 3 kr. 39.134.000
Altís / Edel 4 kr. 36.834.000

Fyrir liggur minnisblað frá Peter Jessen ráðgjafa og Bjarka Sveinssyni hrl. Þar er lagt til að að tekið verði tilboði frá Metatron / Polytan 1, þar sem það uppfylli skilyrði útboðsgagna. Tvö tilboð voru hinsvegar lægri en þau uppfylla ekki skilyrði útboðsgagna sbr. ofangreint minnisblað.

Sviðsstjóra falið að fara í viðræður við Metratron varðandi framkvæmd verkefnisins.

6.Akraneshöll - lýsing

1705089

Fyrir liggur dagsett minnisblað frá LISKA um endurnýjun á ljósabúnaði í Akraneshöll.

Þar er lagt til að skipt verði um núverandi lampa og sett upp LED lýsing.

Skipulags- og umhverfisráð tekur undir niðurstöðu ofangreinds minnisblaðs og felur sviðsstjóra að fá verð í verkið.

7.Deilisk. Golfvöllur - félags- og frístundaaðstaða við Garðavöll

1705090

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi golfvallarins. Gert er ráð fyrir að núverandi hús á byggingarreit A (Garðavöllur 1) verði rifin og reist verði frístundamiðstöð 650m2 að grunnfleti og 300m2 kjallara. Nýtingarhlutfall verður 0,42 í stað 0,30.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að fram fari grenndarkynning í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grendarkynna á fyrir fasteignaeigendum við Jörundarholt 39, 41, 43, 45, 46, 141, 232, 230, 228, 226, 224, 218, 220, 222, 212, 210, 208, 206, 204, 202, 200, 198, 196, 194, 192, 190, 188, 186, 184, 182 og 180.

8.Þjóðvegur Borgarholt - nafnabreyting Borgarholt

1701179

Fyrirspurn Ingu Óskar um að fella niður "Þjóðvegur" fyrir framan Borgarholt.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að fella niður heitið "Þjóðvegur" fyrir framan heiti eftirfarandi lóða: Þjóðvegur / Einhamar 2, Þjóðvegur / Borgarholt og Þjóðvegur (Akurprýði)13, ef íbúar óska eftir því.

Fundi slitið - kl. 17:55.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00