Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

57. fundur 20. mars 2017 kl. 16:15 - 18:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Einar Brandsson formaður
 • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
 • Kristín Sigurgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Jóhannes K. Guðjónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
 • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
 • Sindri Birgisson
 • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Guðlaug - styrkumsókn 2016 Framkvæmdasjóður ferðamannastaða

1703112

Veittur var styrkur framkvæmdasjóði ferðamannastaða.
Skipulags- og umhverfisráð fagnar ákvörðun stjórnar Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða um úthlutun 30.000.000 kr. styrk til að byggja heita laug sem staðsett verður í grjótvörn við Langasand á Akranesi. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að fjárfestinga- og framkvæmdaráætlun ársins 2017 verði endurskoðuð með tilliti til styrkveitingarinnar.

2.Deilisk. Sementsreits

1604011

Drög að deiliskipulagsgögnum lögð fram.

3.Ægisbraut 2-4 - sameining lóða og stækkun húss

1702052

Fyrirspurn til skipulags- og umhverfisráðs frá framkvæmdarstjóra Þróttar ehf.
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að fara yfir málið í skipulagslegu tilliti og ræða við fyrirspyrjanda.

4.Fagrilundur 9,11,13 og 15 - umsókn um byggingarlóðir

1702196

Umsókn um raðhúsalóðir við Fagralund 9, 11, 13 og 15.
Bæjarráð vísar umsókninni til umsagnar hjá skipulags- og umhverfisráði.
Málið kynnt. Sviðsstjóra falið að yfirfara málið frekar með umsækjanda og skipulagshöfundi svæðisins.

5.Deilisk. Skógarhverfis 1. áfangi - Álmskógar 2-4

1701178

Grenndarkynningu lauk 14. mars s.l., engar athugasemdir bárust.
Einar Brandsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

6.2.2017 samþykkti skipulags- og umhverfisráð að grenndarkynna skipulagsbreytingar á lóðum við Álmskóga 2-4. Breytingin felst í að færa bílastæði og auka byggingarmagn lóða
úr 155 m² í 170 m² þannig að nýtingarhlutfall breytist úr 0,28 í
0,30 fyrir lóð nr. 2 og úr 0,27 í 0,29 fyrir lóð nr. 4.

Grenndarkynnt var fyrir fasteignaeigendum við Álmskóga 1,3,5,6,7,8 og 10 og við Asparskóga 2,4 og við Eikarskóga 1,3.

Engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi verði samþykkt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Breytingin verði auglýst í B-deild Stjórnartíðinda og send Skipulagsstofnun.

6.Stillholt 17, Mál vegna óleyfisframkvæmda

1703108

Byggingarfulltrúi fór yfir stöðu málsins.

7.Styrkir til viðhalds fasteigna - 2017

1702037

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að eftirfarandi götur njóti styrks til viðhalds fasteigna 2017:
Mánabraut, Suðurgata frá Akursbraut að Skagabraut, Merkigerði frá Suðurgötu að Kirkjubraut, Sunnubraut, Akurgerði frá Suðurgötu að Kirkjubraut.

8.Umhverfismál á Akranesi - fyrirspurn

1612066

Lögð fram skýrsla vegna fyrirspurnarinnar.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir svör við fyrirspurn Harðar Ó. Helgasonar um umhverfismál.

9.Akraneshöll - nýtt gervigras

1607058

Skipulags-og umhverfisráð felur sviðsstjóra að bjóða út verkið á grunni fyrirliggjandi útboðsgagna.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00