Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

55. fundur 23. febrúar 2017 kl. 08:00 - 09:10 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Einar Brandsson formaður
 • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
 • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
 • Jóhannes K. Guðjónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
 • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Dagskrá

1.Sorphirða - framlenging á samningi til 2017

1612016

Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að óska eftir framlengingu á sorpsamningi við Íslenska gámafélagið til 1. september 2017. Heimild er til slíks sbr. viðauka um sorpsamning dagsettan 28.11.2016 milli Akraneskaupstaðar og Íslenska gámafélagsins.

2.Deilisk. Breiðarsvæði - Breiðargata 8, 8A og 8B

1509146

Lögð fram að nýju, tillaga að breytingu á deiliskipulagi ásamt athugasemdum, umhverfisskýrslu, undirskriftarlistum, minnisblaði Vilhjálms Vilhjálmssonar forstjóra HB Granda hf. og umsögn um athugasemdir dags. 19. maí 2016.
Jafnframt eru lögð fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 1. júlí 2016, bréf Minjastofnunar 22. júlí, 17. ágúst, 22. nóvember 2017 og 23. janúar 2017, bréf Akraneskaupstaðar til Minjastofnunar, dags. 10. nóvember 2016 og 9. janúar 2017, ásamt fylgiskjölum, þ.m.t. "Deiliskráning fornleifa á Sýruparti Akranesi", dags. í desember 2016, umsögn Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, dags. 9. ágúst 2016, ásamt fylgiskjölum.
Þá er lagt fram bréf Landslaga, dags. 17. febrúar 2017, um málsmeðferð málsins frá 24. maí 2016, umsögn um athugasemdir, dags. 19. maí 2016, breytt 17. febrúar 2017, og lagfærð skipulagsgögn, skipulagsuppdrættir og umhverfisskýrsla í samræmi við bréf og umsögn um athugasemdir.


Ívar Pálsson, hrl., situr fundinn.
Skipulags-og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi umsögn dags. 19. maí 2016, breytta 17. febrúar 2017, um athugasemdir vegna deiliskipulagstillögunnar.

Samþykkt 3:0.


Formaður lagði fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til við bæjarstjórn að hin auglýsta tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði samþykkt með vísan til fyrirliggjandi umsagnar um athugasemdir dags. 19. maí 2016, breyttrar 17. febrúar 2017, með þeim breytingum sem þar eru lagðar til, og minnisblaðs Vilhjálms Vilhjálmssonar forstjóra HB Granda hf. þar sem fram kemur að HB Grandi hf. muni ekki starfrækja fiskþurrkun á Akranesi náist ekki markmið um lágmörkun óþæginda vegna lyktar.

Samþykkt 2:0, (VLJ situr hjá).

3.Starf rekstrarstjóra

1701275

Ráðning rekstrarstjóra.
Sviðsstjóri fór yfir umsóknir og aðferðafræði við val á rekstrarstjóra.

4.Starf umhverfisstjóra

1701277

Ráðning umhverfisstjóra.
Sviðsstjóri fór yfir umsóknir og aðferðafræði við val á umhverfisstjóra.

Fundi slitið - kl. 09:10.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00