Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

54. fundur 20. febrúar 2017 kl. 16:15 - 19:30 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Einar Brandsson formaður
Starfsmenn
 • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
 • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
 • Sindri Birgisson garðyrkjustjóri
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Heildarskipulag grænna svæða á Akranesi

1702146

Sindri Birgisson kynnir framkvæmdaáætlun umhverfisstjóra fyrir árið 2017.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Sindra Birgissyni fyrir kynninguna og fagnar framkominni áætlun sem fellur vel að fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun sviðsins fyrir árið 2017.

2.Stofnanalóðir

1602232

Sindri Birgisson kynnir framkvæmdaáætlun umhverfisstjóra fyrir árið 2017.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Sindra Birgissyni fyrir kynninguna og fagnar framkominni áætlun sem fellur vel að fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun sviðsins fyrir árið 2017.

3.Leiksvæði - leikvellir

1701349

Sindri Birgisson kynnir framkvæmdaáætlun umhverfisstjóra fyrir árið 2017.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Sindra Birgissyni fyrir kynninguna og fagnar framkominni áætlun sem fellur vel að fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun sviðsins fyrir árið 2017.

4.Garðbekkir á Akranesi

1610021

Mótun stefnu um garðbekki á Akranesi.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Sindra Birgissyni fyrir kynninguna og samþykkir að gerð verði heildstæð stefnumótun um garðbekki á Akranesi.

5.Jörundarholt 174 - fyrirspurn til byggingarfulltrúa

1612033

Sótt er um leyfi fyrir rekstri sjúkraþjálfunnar í kjallara húss við Jörundarholt 174. Lóðin er utan deiliskipulagssvæðis.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að grenndarkynnt verði samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/201, fyrir eigendum fasteigna við Jörundarholt 164, 166,168,170,172,176, 178 og 180.

6.Fjárfestinga-og framkvæmdaáætlun 2017

1609093

Framkvæmda- og fjárfestingaáætlun 2017 - 2020
Skipulags-og umhverfisráð leggur til við bæjarráð eftirfarandi breytingar á framkvæmda- og fjárfestingaráætlun 2017:

Jaðarsbakkar, laug
Við verk hefur bæst vaktkerfi (myndavélakerfi), skápar í búningsklefa, loftun vegna örryggismála í kjallara, aukin lýsing á sundlaugarsvæði o.fl. Aukning í fjárfestingu 15 millj.kr og lækkun í gjaldfærslu um 5 millj.kr.

Bátaskýli byggðasafn:
Fyrir liggur skv. leiðbeiningu frá endurskoðanda Akraneskaupstaðar að eignfæra eigi vinnu (m.vsk) starfsmanna Akraneskaupstaðar og byggðasafn vegna byggingar bátaskýlis. Sú vinna (án vsk) er síðan tekjufærð rekstrarmegin.

Nettóáhrif eru 16 millj.kr aukalega í fjárfestingu en 10 millj.kr í tekjur rekstrarmegin (gjaldfærsla).

Breið útivistarsvæði:
Verkefni frá 2016 sem færist yfir til ársins 2017. Verið að koma fyrir aðstöðu vegna umsjónarmanns vita og salernisaðstöðu.
Líkt og áður er vinna (m.vsk) starfsmanna Akraneskaupstaðar eignfærð annarsvegar og tekjufærð (án.vsk) hinsvegar á rekstur (gjaldfærsla).

Nettóáhrif eru 12 millj.kr aukalega í fjárfestingu og 5 millj.kr í tekjur rekstrarmegin.

Gróðurhús við fjöliðju:
Verið er að klára gróðurhús við fjöliðju. Um að ræða hitalögn, stýringar á hita og rakastigi, glugga og hurðir. Viðbótarfjárfesting er 3 millj.kr.

7.Framtíðaruppbygging íþróttamannvirkja - fimleikahús á Akranesi

1611077

Minnisblað vegna fimleikahúss.
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra um málið.

Skipulags- og umhverfiráð leggur til við bæjarráð að horft verði til uppbyggingar á fimleikahúsi við hlið núverandi íþróttahúss við Vesturgötu.

Skipulags- og umhverfisráð felur jafnframt sviðsstjóra að klappir undir væntanlegt fimleikahús verði kannaðar nánar vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar.

Björn Guðmundsson sat hjá við afgreiðslu á þessum dagskrárlið. Hefði kosið að sjá þessa uppbyggingu á Jaðarsbökkum.
Karitas Jónsdóttir tekur undir sjónarmið Björns Guðmundssonar varðandi staðsetningu á fimleikahúsi.

8.Styrkir til viðhalds fasteigna - 2017

1702037

Farið yfir svæði og úthlutunarreglur fyrir árið 2017.
Farið var yfir hugmyndir um svæði sem notið gætu styrkveitingar.

9.Vesturgata - yfirlögn á götu

1607033

Tilboð í verkið.
Eftirfarandi tilboð bárust í verkið:

D.Inl.Verk kr. 273.774.480
Gleipnir verktakar kr. 194.283.090
Þróttur ehf. kr. 198.890.349
Skóflan hf. kr. 189.899.899

Verkkaupar eru Akraneskaupstaður, Veitur ohf. og Míla.

Lægstbjóðandi er Skóflan hf, hlutur Akraneskaupstaðar í tilboðsfjárhæð er kr. 115.224.316.

Sviðsstjóra falið að ganga til samninga við lægstbjóðanda ásamt forsvarsmönnum Veitna ohf. og Mílu ehf.

10.Deilisk. Skógarhverfi 1. áf. - Seljuskógar 6-8

1702129

Umsókn um að breyta deiliskipulagi á lóðum við Seljuskóga 6 og 8 og heimila kjallara undir hluta hússins. Beiðni um grenndarkynningu.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að grenndarkynna breytinguna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Grenndarkynna skal fyrir fasteignaeigendum við Seljuskóga 7, Eikarskóga 1,3,5 og 7.

11.Baugalundur 1,3,5,7,9 og 11 - umsókn um byggingarlóðir

1701169

Beiðni Sjamma ehf. um breytingu á deiliskipulagi Skógahverfis 2. áfanga.
Málið kynnt. Sviðsstjóra falið að yfirfara málið frekar með skipulagshöfundi svæðisins.

12.Ægisbraut 11A - eigaskiptayfirlýsing

1701339

Endurnýjun lóðarleigusamnings vegna eignaskiptayfirlýsingar.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að framlengja samninginn um 20 ár.

13.Vogabraut 42 - lóðarleigusamningur endurnýjun

1702079

Beiðni um endurnýjun lóðarleigusamnings.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að framlengja samninginn í 50 ár.

Fundi slitið - kl. 19:30.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00