Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

48. fundur 14. nóvember 2016 kl. 16:15 - 19:00 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Einar Brandsson formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Kristín Sigurgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jóhannes K. Guðjónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Fimleikahús - tillögur

1611077

Gunnar Borgarson arkitekt hjá ASK akritektum kynnir drög að fimleikahúsi við Jaðarsbakka.
Kristján Garðarsson arkitekt hjá Andrúm arkitektum kynnir drög að fimleikahúsi við íþróttahúsið við Vesturgötu.
Fulltrúar frá Íþróttabandalagi Akraness, fulltrúar FIMA og bæjarfulltrúar taka sæti á fundinum undir þessum dagskrárlið

Skipulags- og umhverfisráð þakkar Gunnari Borgarssyni arkitekt og Kristjáni Garðarssyni arkitekt góða kynningu.

Sviðstjóra falið að taka saman minnisblað þar sem fram kæmi kostnaðar- og tímaáætlanir fyrir hvora staðsetningu fyrir sig.

2.Sorphirða á Akranesi og í Borgarbyggð - útboð

1604025

Farið yfir stöðu málsins.
Fyrir fundinum liggja eftirtalin gögn:

1. Drög að viðauka við samkomulag Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar við Íslenska gámafélagið um sorphirðu.

2. Tölvupóstur Íslenska gámafélagsins dags. 14. nóvember 2016 - samþykki varðandi drög að viðauka um áframhaldandi þjónustu við Akraneskaupstað og Borgarbyggð.

3. Tölvupóstur Gámaþjónustu Vesturlands dags. 14. nóvember 2016 - varðandi lyktir innkaupaferilsins, vilji til veitingar þjónustu o.fl.

4. Svarbréf Akraneskaupstaðar til Forum Lögmanna, dags. 11. nóvember 2016 ásamt fylgigögnum.

5. Erindi Forum Lögmanna til Akraneskaupstaðar, dags. 9. nóvember og 1. nóvember 2016.

6. Tilkynning Akraneskaupstaðar til Gámaþjónustu Vesturlands dags. 9. nóvember 2016 um nýtt innkaupaferli, kærufrest, kæruleið o.fl.

7. Tilkynning Akraneskaupstaðar til Íslenska gámafélagsins dags. 9. nóvember 2016 um nýtt innkaupaferli, kærufrest, kæruleið o.fl.

8. Tímabundin framlenging til 12. desember 2016 á núverandi samningi Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar við Íslenska gámafélagið um sorphirðu.

9. Tímabundin framlenging til 31. ágúst 2016 á núverandi samningi Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar við Íslenska gámafélagið um sorphirðu.

10. Samningur Akraneskaupstaðar o.fl. við Íslenska gámafélagið um sorphirðu.

Formaður lagði fram svohljóðandi tillögur:

Lagt er til við bæjarstjórn að samið verði um tímabundna framlengingu á samningi Íslenska gámafélagsins og Akraneskaupstaðar í samræmi við framlagðan viðauka á meðan nýtt útboðsferli fer fram.

Samþykkt samhljóða.

Vegna kröfu Íslenska gámafélagsins um að Akraneskaupstaður afturkalli ákvörðun sína, um að hafna öllum tilboðum í útboðinu, telur ráðið, með vísan til fyrirliggjandi gagna, að ekkert hafa komið fram í málinu sem réttlæti endurupptöku ákvörðunarinnar sem byggði á lögmætum og málefnalegum sjónarmiðum sbr. umfjöllun í bréfi Akraneskaupstaðar frá 11. nóvember sl. til Íslenska gámafélagsins.

Samþykkt samhljóða.



3.Framkvæmdaáætlun 2017 - 2020

1609061

Farið yfir fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2017-2020.
Skipulags- og umhverfisráð ákveður að vera með aukafund vegna málsins mánudaginn 21. nóv. n.k.

4.Suðurgata 64 - Bekkir

1610021

Tillögur að opnu svæði við Suðurgötu 64.
Málið kynnt.

5.Umsókn um stækkun lóðar nr 36 við Æðarodda

1609104

Hestamiðstöðin Borgartún ehf. óskar eftir stækkun lóðarinnar nr. 36 við Æðarodda, vegna hestaútleigu og reiðkennslu sem fyrirhugað er að auka, samkvæmt tölvupósti Ómars Sigurðssonar dags. 15. sept. 2016 fh. Jóns Magnússonar.
Byggingarfulltrúi og kynnti málið fyrir stjórn hestamannafélags Dreyra.
Stjórn hestamannafélagsins gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar, en leggur til nokkrar breytingar á svæðinu samkvæmt bréfi dags. 9.11. 2016.
Skipulags- og umhverfisráð felur byggingarfulltrúa að koma á framfæri við umsækjanda eftirfarandi:

Ekki verður um stækkun lóðar að ræða heldur úthlutun nýrrar lóðar.

Sá kostnaður sem fellur til við væntanlega deiliskipulagsbreytingu fellur á umsækjanda.

Miðað við ofangreint leggur ráðið til við umsækjanda að skila inn tillögu um deiliskipulagsbreytingu þar sem tekið sé tillit til ofangreindra athugasemda sem og athugasemda hestamannafélagsins Dreyra.

6.Deilisk. Skógarhverfi 2. áf. - Akralundur 4

1609012

Hagaflöt ehf. óskaði eftir að lengja byggingarreit á fjöleignahúsalóðinni nr. 4 við Akralund um 1,5m í átt að lóð nr. 2 við Akralund. Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á fundi 5.9. sl.að grenndarkynna breytinguna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Grenndarkynnt var fyrir lóðarhafa Akralundar 2.
Neikvæð athugasemd dags. 21.10.2016 barst frá Vík lögmannsstofu fh. lóðarhafa Akralundar 2.
Teiknistofa Arkitekta lagði fram umsögn um athugasemdir lóðarhafa dags. 27.10.2016.
Rakel Óskarsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

Fyrir liggja framkomnar athugasemdir frá Vík lögmannsstofu f.h. lóðarhafa á Akralundi 2. Í ljósi athugsemda var leitað til Teiknistofu arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar en sú stofa stóð að gerð deiliskipulags við Skógarhverfi 2. áf á sínum tíma.

Skipulags- og umhverfisráð gerir umsögn Árna Ólafssonar arkitekts hjá Teiknistofu Arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar að sinni.
Meginniðurstaða umsagnar er að breytingin muni ekki hafa neikvæð áhrif á hús og aðstöðu á lóð nr. 2 við Akralund.

Ráðið leggur því til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt samkvæmt 2. mgr. 43 gr. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Deiliskipulagið sent Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

7.Stöðuleyfi fyrir sölubása og söluvagna

1611069

Byggingarfulltrúi kynnir drög að reglum um sölubása og söluvagna.
Farið yfir drögin og byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

8.Deiliskipulagsbreyting vegna Akralundur 8,10,12 og 14

1611084

Fyrirspurn GS Import ehf. um álit ráðsins á að breyta deiliskipulagi lóðanna við Akralund 8, 10, 12 og 14. Breytingin felst í að heimila að fjölga íbúðum á hverri lóð úr 4 í 6 innan núverandi byggingarreits.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að leitað verði eftir áliti deiliskipulagshönnuða hjá Teiknistofu arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar.

9.Þjónustumiðstöð að Dalbraut 6

1410165

Bæjarráð vísaði á fundi sínum 18. október 2016, skýrslu starfshóps um þjónustumiðstöð að Dalbraut 6 til umsagnar í skipulags- og umhverfisráði
Skipulags- og umhverfisráð þakkar starfshópnum fyrir vinnu sína og telur skýrsluna nýtast vel áframhaldandi vinnu við skipulagningu á aðstöðu fyrir félags- og frístundastarf eldri borgara og öryrkja á Akranesi. Ráðið leggur áherslu á að leitað verið eftir samráði við FEBAN og aðra hagsmunaaðila.

Fundi slitið - kl. 19:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00