Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

35. fundur 06. júní 2016 kl. 16:15 - 18:45 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Einar Brandsson formaður
 • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
 • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
 • Kristín Sigurgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Karitas Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
 • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
 • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Aðalskipulag - endurskoðun 2016

1606006

Vinna við endurskoðun aðalskipulagsins kynnt.
Árni Ólafsson arkitekt fór yfir drög að endurskoðun aðalskipulags Akraness 2016 - 2028. Skipulags- og umhverfisráð þakkar góða kynningu og leggur til að drögunum verði breytt m.t.t. umræðna á fundinum. Stefnt verði síðan að því að kynna endurskoðun aðalskipulags á sameiginlegum fundi Skipulags- og umhverfisráðs og bæjarstjórnar.

2.Deilisk. Dalbraut-Þjóðbraut - Dalbraut 6

1405059

Frumdrög að deiliskipulagi kynnt.
Árni Ólafsson arkitekt kynnti drög að breyttu deiliskipulagi við Dalbraut-Þjóðbraut. Skipulags-og umhverfisráð þakkar góða kynningu og leggur til að drögum verði breytt í takt við umræður á fundinum.

Stefnt verði síðan að því að kynna breytt deiliskipulag á sameiginlegum fundi Skipulags- og umhverfisráðs og bæjarstjórnar.

3.Deilisk. Ægisbrautar - Vallholt 5

1511208

Sviðsstjóri fór yfir stöðu málsins.

4.Deilisk. Sementsreits

1604011

Sviðsstjóra falið að setja af stað vinnu við útboðsgögn um rif á mannvirkjum við Sementsreit. Niðurrif verði í takt við niðurrifsáform sem fram koma í Skipulagslýsingu um reitinn.

5.Arnardalsreitur - fyrirspurn vegna skipulags

1605053

Í greinargerð með deiliskipulagi á Arnardalsreit er í kafla 4.5.1 "Þéttleiki byggðar" getið um nýtingarhlutfall á staðgreinireit 8.2.1 er nh. 0.04. Um ínnsláttarvillu er að ræða og því skal greinargerð leiðrétt þ.e.a. nýtingarhlutfall á reit 8.2.1 verði 0.40.

6.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2016

1512116

Staða málsins kynnt.

7.Þjóðvegur í þéttbýli - Innnesvegur

1601468

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir meðfylgjandi drög og vísar þeim til afgreiðslu bæjarráðs.

8.Stillholt 8 - lóðarleigusamningur endurnýjun

1606001

Lagt fram.

9.Hjarðarholt 15 - lóðarleigusamningur endurnýjun

1605188

Lagt fram.

10.Vogabraut 12 - lóðarleigusamningur endurnýjun

1606007

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:45.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00