Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

32. fundur 02. maí 2016 kl. 16:15 - 18:55 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Einar Brandsson formaður
 • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
 • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
 • Karitas Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
 • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
 • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Stígakerfi - hönnun og framkvæmdir

1604022

Garðyrkjustjóri fór yfir stöðu málsins.

2.Breiðin útivistarsvæði 2016

1604092

Garðyrkjustjóri fór yfir stöðu mála.

3.Deilisk. Breiðarsvæði - Breiðargata 8, 8A og 8B

1509146

Kristinn Pétursson vék af fundi undir þessum dagsskrárlið.

Sviðsstjóri lagði fram vinnuskjal sem inniheldur drög að svörum við athugasemdum sem borist hafa við skipulagið. Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að halda áfram vinnu við greinargerð í samræmi við umræður á fundinum.

4.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2016

1512116

Bæjarráð samþykkti á fundi 28. apríl s.l. endurskoðaða fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun sem felur í sér samtals 512,9 mkr. í framkvæmdir á árinu 2016 eða hækkun um samtals 75.5 mkr. frá áður samþykktri áætlun.

Skipulags- og umhverfisráð fagnar aukinni fjárveitingu í framkvæmdir á árinu 2016 og tekur undir bókun bæjarráðs þar að lútandi.

5.Umferðaröryggisáætlun - starfshópur

1310152

Verkefnisstjóri á skipulags- og umhverfissviði lagði fram drög að umferðaröryggisáætlun.

6.Loftlagsverkefni landverndar

1604154

Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að halda áfram með málið.

7.Borgarholt - ósk um að breyta nafni Einhamars

1604160

Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í málið og felur byggingarfulltrúa að vinna það áfram.

8.Aðalskipulagsbreyting - Vallholt 5

1602244

Athugasemdir sem bárust við lýsingu
Lagt fram.

9.Deilisk. Ægisbrautar - Vallholt 5

1511208

Athugasemdir við skipulagslýsingu.
Lagt fram.

10.Grundaskóli - færanlegar kennslustofur

1604230

Rakel Óskarsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

Eftirfarandi tilboð barst í útboðsverkið "Grundaskóli kennslustofur" - jarðvinna:

Skóflan ehf. kr. 2.990.000
Kostnaðaráætlun kr. 2.865.500

Skipulags- og umhverfisráð felur sviðstjóra að ræða við lægstbjóðanda.

Eftirfarandi tilboð bárust í útboðsverkið "Grundaskóli færanlegar kennslustofur 2016":

Trésmiðjan Akur ehf. kr. 54.982.731
GS Import ehf. kr. 49.136.996
Kostnaðaráætlun kt. 47.300.000

Skipulags- og umhverfisráð felur sviðstjóra að ræða við lægstbjóðanda.

11.Skagabraut 2 / Kirkjubraut 32 - Fyrirspurn

1604236

Fyrirspurn lóðahafa um breytingu á lóðamörkum.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið og felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.

12.Deilisk. Hafnarsvæði H3 - Krókatún 22-24

1604120

Einar Brandsson vék af fundi undir þessum dagsskrárlið.

Skipulags- og umhverfisráð felur sviðstjóra að láta lagfæra uppdrátt í samræmi við umræður á fundinum.

13.Stekkjarholt 24 - lóðaleigusamningur endurnýjun

1604161

Óskað er eftir endurnýjun lóðaleigusamnings sem rann út 2005.
Lagt fram.

14.Háholt 30 - lóðaleigusamningur endurnýjun

1604085

Óskað eftir endurnýjun lóðaleigusamnings sem rann út 2008.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:55.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00