Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

23. fundur 14. desember 2015 kl. 16:00 - 19:30 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Einar Brandsson formaður
 • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
 • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
 • Kristinn Pétursson varaáheyrnarfulltrúi
 • Karitas Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
 • Guðný Jóna Ólafsdóttir verkefnastjóri
 • Íris Reynisdóttir garðyrkjustjóri
Fundargerð ritaði: Guðný Ólafsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Aðalskipulag - endurskoðun

1409116

Kynning á stöðu mála varðandi endurskoðun aðalskipulags Akraness 2005-2017.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Árna Ólafssyni arkitekt fyrir greinargóða kynningu.

2.Klapparholt skógrækt

1411130

Skilti við skógrækt í Klapparholti.
Skipulags- og umhverfisráð felur garðyrkjustjóra að vinna áfram með málið.

3.Þjóðvegur 15 og 15B, lóðaúthlutun

1512074

Auglýsing.
Drög að auglýsingu um lóðarúthlutun samþykkt.

4.Deilisk. Breiðarsvæði - Breiðargata 8B

1509146

Umhverfisskýrsla.
Drög að umhverfisskýrslu HB Granda fyrir deiliskipulag Breiðarsvæðis á Akranesi lögð fram til kynningar. Sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs falið að kanna möguleika á skoðunarferð fyrir nefndarmenn í sambærilegar þurrkverksmiðjur.

5.Kirkjubraut 33 - 35, eignaskiptayfirl. endurnýjun lóðaleigusamnings.

1408071

Bréf Daníels Elíassonar dags. 3. nóv. 2015 f.h. fasteignaeigenda um skiptingu lóðar.
Nefndin samþykkir umsókn skiptingu lóðarinnar í sérnotafleti enda var lóðin þrjár lóðir fyrir sameiningu hennar. Hefur lóðin verið nýtt til samræmis við umsókn í áratugi. Skilyrði er að allir lóðarhafar hafi umferðarrétt um sérnotafleti annarra lóðarhafa til að komast að sínum sérnotaflötum og til viðhalds húss og lóðar

6.Fjárhagsáætlun 2016 - Skipulags- og umhverfissvið

1506064

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun dags. 9.12.2015 með eftirfarandi breytingum:

Ekki verði veittir nýjir styrkir til viðhaldsframkvæmda á árinu 2016. Þeir fjármunir af þeim lið sem ekki nýtast í styrki vegna ársins 2015 - 2016 verði nýttir undir liðnum um stofnanalóðir.
Styrkir sem veittir voru á árinu 2015 koma til úthlutunar fram í júní 2016. Ráðið telur því ekki fullséð hver árangur verkefnisins verður og telur því rétt að fresta nýrri úthlutun til ársins 2017.

Undirritaður fulltrúi Samfylkingarinnar í skipulags- og umhverfisráði gerir athugasemd við þá ráðstöfun að áætla 30 milljónir í framkvæmdir við Guðlaugu við Langasand án þess að fyrir liggi áætlaður rekstrarkostnaður vegna laugarinnar. Telur undirritaður nauðsynlegt að ráðið geri sér skýrari mynd af væntanlegum rekstrarkostnaði áður en ráðist verður í framkvæmd af slíkri stærðargráðu.
Valgarður L. Jónsson7.Viðauki við fjárhagsáætlun 2015

1505141

Endurskoðuð fjárfestingar- og framkvæmaáætlun Akraneskaupstaðar 2015.
Skipulags-og umhverfisráð samþykkir erindi bæjarráðs dagsett 10.12.2015 um breytingar á fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun 2015.

Breytingar felast í viðbótarverkefnum (fjárfestingar) vegna hönnunarvinnu að fjárhæð kr. 5.000.000 vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Jaðarsbakkalaug, vegna kaupa og uppsetningu á tækjabúnaði(rakatæki) fyrir skjalasafn Bókasafns Akraness að fjárhæð kr. 3.000.000 og vegna kaupa á gámum á tjaldsvæði og við Langasand að fjárhæð kr. 5.500.000. Heildarbreyting í fjárfestingum á árinu 2015 er hins vegar til lækkunar á eignfærðri fjárfestingu að fjárhæð kr. 83.900.000 sem skýrist fyrst og fremst af því að ekki var ráðist í framkvæmdir við Sambýlið við Vesturgötu.

8.Brekkubraut 25, endurnýjun lóðaleigusamnings

1511153

Lagt fram.

9.Vallholt 7, lóðaleigusamningur endurnýjun

1511244

Lagt fram.

10.Starfshópur um Sementsreit

1409162

Fundargerðir starfshópsins númer 15 - 19 lagðar fram.
Skipulags- og umhverfisráð tekur undir bókun starfshópsins í fundargerð númer 19 varðandi val á arkitektastofu vegna áframhaldandi deiliskipulagsvinnu fyrir Sementsreitinn.

Fundi slitið - kl. 19:30.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00