Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

22. fundur 16. nóvember 2015 kl. 16:15 - 17:06 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Einar Brandsson formaður
 • Sævar Jónsson varamaður
 • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
 • Kristín Sigurgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Karitas Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Deilisk. - Tjaldsvæði Kalmansvík

1509106

Garðyrkjustjóri fór yfir fyrirliggjandi drög að skipulagi. Garðyrkjustjóra falið að gera uppdrátt að deiliskipulagi í samræmi við fyrirliggjandi drög og umræður á fundinum.

2.Forsendur vinnslu fjárhagsáætlunar 2016

1507027

Formaður ráðsins fór yfir fyrirliggjandi drög að framkvæmda- og fjárfestingaráætlun 2016.

3.Ægisbraut landnotkun

1510137

Sævar Jónsson víkur af fundi undir þessum lið.

Sviðsstjóra falið að framlengja umræddan leigusamning vegna Ægísbrautar 11A um 20 ár með viðauka.

Vegna óvissu um skipulag svæðisins til framtíðar skal þó kveðið á um að samningurinn sé uppsegjanlegur með tveggja ára fyrirvara af hálfu sveitarfélagsins.

4.Háholt 17 - fyrirspurn vegna bílastæðis

1509383

Málið kynnt.
Sviðsstjóra falið að afla frekari upplýsinga, m.a. um afstöðu nágranna, áður en til afgreiðslu kemur.

5.Brekkubraut 25, endurnýjun lóðaleigusamnings

1511153

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:06.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00