Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

18. fundur 28. september 2015 kl. 16:00 - 18:10 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Einar Brandsson formaður
 • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
 • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
 • Kristín Sigurgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Karitas Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
 • Hildur Bjarnadóttir skipulags- og byggingarfulltrúi
 • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Deilisk. - Dalbraut-Þjóðbraut, Dalbraut 6

1405059

Tillögur kynntar.
Tillaga kynnt m.t.t. hæðasetningar húsa á reitnum.

2.Deilisk. Skógarhverfi 2. áfangi breyting á deiliskipulagi

1508104

Bréf dags. 14. sept. 2015 frá eigendum fasteigna við Baugalund.
Einar Brandsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar framkomnar athugasemdir og felur sviðsstjóra að ræða við hlutaðeigandi.

3.Deilisk. Breiðarsvæði - Breiðargata 8B

1509146

Helgi Már Halldórsson hjá Ask arkitektum, f.h. HB Granda sækir um deiliskipulagsbreytingu sbr. deiliskipulagsuppdrátt dags. 22.9.2015 á deiliskipulagi Breiðarsvæðis. Breytingin felst í því að HB Grandi áformar að sameina og stækka starfsemi fiskþurrkunar félagsins við Breiðargötu.
Skipulags- og umhverfisráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

4.Deilisk. - Krókatún - Vesturgata

1507088

Auglýsingatíma lokið.
Deiliskipulagsbreytingin var auglýst samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá 12. ágúst til og með 27. sept. 2015. Engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagtillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til umsagnar.

5.Baugalundur 20, byggingarleyfi nýbygging

1504030

Breyting á byggingarreit.
Lóðarhafi óskaði eftir að breyta bindandi byggingarlínu til samræmis við næsta hús. Grenndarkynningarbréf voru send samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nágrannar voru samþykkir þessari breytingu.
Skipulags og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og auglýst í B-deild stjórnartíðnda.

6.Framkvæmdaáætlun 2015 - ráðstöfun fjármuna

1411071

Endurskoðuð framkvæmdaáætlun lögð fram.
Farið yfir drög að endurskoðaðri áætlutn.

7.Skipulags- og umhverfissvið - fjárhagsáætlun 2016

1506064

Drög að framkvæmdaráætlun 2016 lögð fram.
Farið yfir drög að áætlun 2016.

8.Reglur um umgengni á lóðum

1508105

Bréf Heilbrigðiseftirlits Vesturlands dags. 8. sept. 2015.
Fyrir liggur álit heilbrigðisnefndar Vesturlands. Fram komu nokkrar ábendingar við reglurnar sem tekið hefur verið tillit til. Skipulags-og umhverfisráð samþykkir að vísa reglunum til afgreiðslu í bæjarstjórn.

9.Snjómokstur og hálkueyðing - 2015

1509147

Staða máls kynnt.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins.

10.IX Umhverfisþing 9. október 2015

1509263

Fundarboð Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins á umhverfisþing sem haldið verður 9. okt. 2015.
Málið kynnt.

11.Malbiksyfirlagnir 2015

1507053

Opnuð tilboð í malbiksyfirlögn 2015.
Eitt tilboð barst frá Hlaðbæ-Colas að upphæð kr. 25.505.040
Kostnaðaráætlun var kr. 22.696.000

Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að semja við Hlaðbæ-Colas um verkið.

Fundi slitið - kl. 18:10.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00