Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

11. fundur 30. apríl 2015 kl. 16:00 - 19:45 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Einar Brandsson formaður
 • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
 • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
 • Karitas Jónsdóttir varaáheyrnarfulltrúi
 • Kristinn Pétursson varaáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
 • Hildur Bjarnadóttir skipulags- og byggingarfulltrúi
 • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
 • Íris Reynisdóttir garðyrkjustjóri
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Framkvæmdaáætlun 2015 - ráðstöfun fjármuna

1411071

Framkvæmdaáætlun 2015 var kynnt á opnum fundi.

2.Leiksvæði í Skógarhverfi

1504136

Tölvupóstur Hrannars Haukssonar 27. apríl s.l. varðandi leiksvæðið í Skógarhverfi 1. áfanga.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar góðar ábendingar og felur garðyrkjustjóra að boða fulltrúa hverfisráðs til fundar við skipulags- og umhverfisráð.

3.Vorhreinsun 3. flokks ÍA

1504138

Skipulags- og umhverfisráð felur garðyrkjustjóra að stýra verkefninu.

4.Brekkubraut 21, endurnýjun lóðaleigusamnings.

1503274

Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi.
Málið kynnt.

5.Styrkir vegna / viðhald fasteigna 2015

1503230

Umsóknir lagðar fram. Skipulags- og umhverfisráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gera frekari samantekt um þær og leggja fyrir fulltrúa ráðsins.

6.Deilisk.- Breiðarsvæði lóðir HB Granda hf.

1501399

Staða mála kynnt.

7.Deilisk. - Breiðarsvæði, Hafnarbraut 3

1504140

Ósk um breytingu á deiliskipulagi Breiðarsvæðis vegna lóðar við Hafnarbraut 3. Breytingin felst í að setja nýjan búnað (eimsvala) á þak Hafnarbrautar 3, samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að grenndarkynna deiliskipulagið samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynna á fyrir eigendum húsa við Suðurgötu 10, 16, 17 og 18, eigendum húsa við Háteig 10, 12, 14 og 16.

8.Gjaldskrá skipulags- og byggingarmála 2014

1409087

Tillaga að breytingu á gjaldskrá.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að vísa drögum að gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald og stofngjald fráveitu, gjaldskrá skipulags- og byggingarmála og tengd þjónustugjöld, auk reglna um lóðaveitingar til bæjarráðs. Ekki er tekin afstaða til hækkunar eða lækkunar gjalda í ofangreindum gjaldskrám.

9.Sorphirða - framlenging á samningi

1501126

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að óskað verði eftir áframhaldandi samstarfi við núverandi samstarfssveitarfélög um sorpmál.

10.Jaðarsbakkar 1, umsókn um sundlaug og sundlaugarhús

805048

Hugmyndir ASK arkitekta að stækkun svæðisins frá 2008 kynntar.

Fundi slitið - kl. 19:45.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00