Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

6. fundur 19. febrúar 2015 kl. 16:00 - 17:20 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Einar Brandsson formaður
 • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
 • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
 • Kristín Sigurgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Jóhannes K. Guðjónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
 • Hildur Bjarnadóttir skipulags- og byggingarfulltrúi
 • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Grundaskóli - umferðaröryggi

1502087

Bréf verkefnastjóra umferðarfræðslu í Grundaskóla dags. 3. feb. 2015, varðandi aukið umferðaröryggi við Grundaskóla.
Skipulags- og umhverfisráð vísar erindinu til Starfshóps um umferðaröryggismál.

2.Landsskipulagsstefna 2015-2026 - samráðsvettvangur

1401165

Umsögn um tillögu Sambands íslenskra sveitarfélaga um tillögu að landsskipulagsstefnu 2015-2026 o.fl.
Lagt fram til kynningar.

3.Hraðhleðslustöð á Akranesi

1407133

Minnisblað um hraðhleðslustöð.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrir sitt leiti þær hugmyndir sem framkoma í minnisblaði um staðsetningu hraðhleðslustöðvar.

4.Bæjarstjórnarfundur unga fólksins 2014

1409066

Bréf dags. 30. janúar s.l. frá bæjarstjórnarfundi unga fólksins.
Lagt fram. Garðyrkjustjóra falið að koma með drög að svörum fyrir næsta fund ráðsins.

5.Deilisk. Miðvogslækjarsvæði - Þjóðvegur 13 - 15

1402153

Drög að deiliskipulagi kynnt.
Farið var yfir stöðu á vinnu við tillögu að deiliskipulagi.

6.Deilisk.- Breiðarsvæði - Lóðir HB Granda

1501399

Kynnt tillaga að deiliskipulagsbreytingu.
Samþykkt að fela VSÓ ráðgjöf að vinna greinargerð um hugsanlega lyktarmengun frá starfsemi Laugarfisks í framtíðinni, í samræmi við það minnisblað sem VSÓ ráðgjöf hefur lagt fram.

7.Deilisk. -Skógarhverfi 2. áf. Akralundur 2-4

1502177

Breyting að deiliskipulagi lagt fram.
Lögð fram drög að deiliskipulagsbreytingunni.

Fundi slitið - kl. 17:20.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00