Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)

31. fundur 20. september 2010 kl. 16:00 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Tindaflöt 3 - sorptunnur

1008115

Umsókn Húsfélagsins að Tindaflöt 3 um heimild til að færa sorptunnur hússins út úr húsi og setja upp skýli framan við hús að stéttinni samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti
Gjöld kr. 12.454,--
Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 09.09.2010
Framkvæmdaleyfi verður gefið þegar:
1. Ofangreind gjöld eru greidd

Lagt fram

2.Baugalundur 22 umsókn um byggingaleyfi

1009079

Umsókn Þórðar Emils Ólafssonar og Elínar Drafnar Valsdóttur um heimild til að byggja einbýlishús á lóðinni samkvæmt aðaluppdráttum Sigurðar Hallgrímssonar arkitekts. Húsið er staðsteypt.
Stærðir:
Íbúð: 364,9 m2 og 1186,2 m3
Bílgeymsla: 50,0 m2 og 187,5 m3
Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 17.08.2008
Gjöld : kr. 9.824.184,--kr.
25% afsl á gatnagerðargj. samkv. ákv. Bæjarráðs 29.07.sl. kr. 2.079.080,--kr.
Gjöld alls til greiðslu kr. 7.745.104,--kr.

Skriflegt framkvæmdaleyfi verður gefið út þegar:
1. Byggingarstjóri og byggingarmeistarar hafa áritað yfirlýsingu um ábyrgð sína
2. Ofangreind gjöld eru greidd

Lagt fram

3.Umhverfisverðlaun Akraneskaupstaðar

1007061

Afhending viðurkenningar til Katrínar Snjólaugsdóttur og Jóns Þ. Guðmundssonar, Vesturgötu 73.

Guðmundur Valsson, formaður nefndarinnar bauð Jón Þ. Guðmundsson velkomin á fund nefndarinnar og fór yfir röksemdir skipulags- og umhverfisnefndar fyrir verðlaunaveitingunni. Afhenti hann síðan Jóni viðurkenningarskjal og Jón þakkaði nefndinni með nokkrum orðum.

4.Æðaroddi - nýtt deiliskipulag

1004078

Kynntar verða ábendingar sem borist hafa frá hagsmunaaðilum.

Framkæmdastjóri kynnti ábendingar sem fram hafa komið frá hagsmunaaðilum.

Nefndin samþykkir að verða við framkomnum ábendingum að svo miklu leiti sem þær snerta deiliskipulagstillöguna beint og óskar eftir að endurskoðuð tillaga verði lögð fyrir næsta fund.

5.Tjaldsvæðið í Kalmansvík

810044

Kynntar niðurstöður fundar með íbúum við Esjubraut sem haldinn var 15. sept. s.l.

Nefndin ákveður að fyrirliggjandi deiliskipulagstillaga verði tekin til endurskoðunar með hliðsjón af ábendingum sem fram komu á kynningarfundi þ. 15. sept. s.l. með íbúum við Esjubraut.

Framkvæmdastjóra er falið að móta nýjar tillögur til umfjöllunar í nefndinni.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00