Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)

19. fundur 18. janúar 2010 kl. 16:00 í fundarherbergi, Dalbraut 8
Fundargerð ritaði: Guðný J. Ólafsdóttir fulltrúi deildarstjóra
Dagskrá

1.Akurgerði 23 Umsókn um breytingu á skráningu húss

1001003

Umsókn Jóhanns Péturs Hilmarssonar um að fá húsnæðinu breytt úr iðnaðarhúsnæði í bílgeymslu.
Gjöld kr. 12.149,-
Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 04.01.2010


Lagt fram.

2.Húsakönnun

809035Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að nýútgefinni bæja- og húsakönnun verði dreift í þau hús sem könnunin nær til. Skýrslan verði einnig aðgengileg á vef Akraneskaupstaðar auk þess sem áhugasamir geta nálgast eintök af skýrslunni á kostnaðarverði kr. 1.500.- í Þjónustuveri Akraneskaupstaðar.


Nefndin samþykkir að efna til kynningarfundar um efni skýrslunnar í febrúar.

3.Kirkjugarður - Garðaprestakall.

912066

Erindi frá sóknarnefnd Garðaprestakalls - vísað til umsagnar skipulags- og umhverfisnefndar frá bæjarráðiSkipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að bjóða fulltrúum sóknarnefndar á næsta fund nefndarinnar.

4.Höfðagrund - landsvæði suðaustan við hús nr. 11 og nr. 25-27.

909062

Umsagnir frá Skipulagsstofnun og SiglingastofnunÍ umsögn Siglingastofnunar dags. 4.1.2010 kemur fram að þörf sé á sérstökum aðgerðum til að styrkja sjóvarnagarð á því svæði sem óskað er eftir nýjum lóðum á og að kostnaður muni falla á kaupstaðinn. Siglingastofnun bendir einnig á viðmiðunarreglur sem kveða á um að ekki sé byggt nær sjávarkambi/sjóvörn en 30-50 metra. Í umsögn Skipulagsstofnunar dags. 12.1.2010 kemur fram að veiti Akraneskaupstaður heimild fyrir nýjum lóðum á svæðinu, þurfi umsögn Siglingastofnunar að vera jákvæð. Á grundvelli framangreindra umsagna og þess að kostnaður við viðbætur á sjóvörn eða landfyllingu er ekki á fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 2010, getur skipulags- og umhverfisnefnd ekki orðið við erindinu.


Björn Guðmundsson vék af fundi á meðan málið var til umfjöllunar. Á síðasta fundi nefndarinnar 7.12.2009 láðist að bóka að Björn vék af fundi meðan málið var til umfjöllunar.

5.Heiðarbraut 40, breytt deiliskipulag

907047

Fyrir liggja endurbættir uppdrættir í samræmi við ábendingar frá Skipulagsstofnun.


Endurbættir uppdrættir í samræmi við óskir Skipulagsstofnunar voru kynntir.


Framkvæmdastjóra falið að ganga frá málinu.

6.Garðalundur - deiliskipulag

912025

Fyrir fundinum liggur tillaga að deiliskipulagi Garðalundar.


Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

7.Landupplýsingar

908073

Minnisblað um skráningu og birtingu landupplýsinga í eigu opinberra aðila


Lagt fram til kynningar.

8.Sorphirða

903109

Erindi frá Hvalfjarðarsveit - vísað til umsagnar skipulags- og umhverfisnefndar frá bæjarráði.
Nefndin telur sig ekki hafa efnislegar forsendur til að taka afstöðu til erindis Hvalfjarðarsveitar.

9.Samkeppniseftirlitið - skipulagsmál og samkeppni.

906170


Lagt fram.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00