Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)

17. fundur 16. nóvember 2009 kl. 16:00 í fundarherbergi, Dalbraut 8
Fundargerð ritaði: Guðný J. Ólafsdóttir fulltrúi deildarstjóra
Dagskrá

1.Æðaroddi 36, taðstía dgdf

911033

Vísun frá byggingarfulltrúa. Umsókn Jóns Árnasonar um heimild til að staðsetja "taðstíu" utan lóðar samkvæmt meðfylgjandi merktri staðsetningu á afstöðumynd. Taðstían er opin gámur.

Skipulags-og umhverfisnefnd getur ekki fallist á beiðnina og bendir umsækjanda á að leita lausnar innan eigin lóðar.

2.Suðurgata 93, eigendaskipti

911038

Beiðni um eigendaskipti á lóð.

Skipulags- og umhverfisnefnd felur byggingarfulltrúa að leita nánari upplýsinga.

3.Fjárhagsáætlun 2010 - Skipulags- og umhverfisstofa

911043

Umfjöllun um tillögu fjárreiðudeildar.









Framkvæmdastjóri kynnti tillögu fjárreiðudeildar. Nefndin telur fjárveitingu til auglýsinga vanáætlaða og leggur til að samanlagður auglýsingakostnaður vegna nauðsynlegra skipulagsauglýsinga verði samtals kr. 550.000.-


Framkvæmdastjóri lagði fram lista yfir skipulagsverkefni sem hafa verið til umfjöllunar og vinnslu hjá nefndinni og koma til greina sem verkefni á árinu 2010.


Nefndin leggur til að lögð verði áhersla á eftirtalin skipulagsverkefni: Garðalundur, Tjaldsvæðið í Kalmansvík, Kirkjubraut frá Stillholti að Merkigerði og yfirferð á aðalskipulagi í kjölfar sveitarstjórnakosninga.


Nefndin leggur einnig áherslu á að Faxaflóahafnir hraði vinnu við deiliskipulag hafnasvæðanna.


Framkvæmdastjóra falið að koma þessu á framfæri við hlutaðeigandi.

4.Húsakönnun

809035

Endanleg greinargerð.






Framkvæmdastjóri kynnti greinargerðina eins og hún liggur nú fyrir en hún er nú komin nánast í endanlega mynd. Stefnt er að því að ljúka kynningu skýrslunnar og útgáfu hennar fyrir árslok.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00