Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)

22. fundur 15. mars 2010 kl. 16:00 í fundarherbergi, Dalbraut 8
Fundargerð ritaði: Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Byggingarskýrsla 2009

1003079

Byggingarfulltrúi kynnti byggingarskýrslu ársins 2009.

2.Hafnar- og Breiðarsvæði, deiliskipulag

1003080

Yfirlitsmynd af hafnarsvæðinu lögð fram.


Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarráð að ráðist verði í gerð deiliskipulags á Breiðarsvæðinu í samstarfi við Faxaflóahafnir sem vinnur nú að gerð deiliskipulags fyrir hafnarsvæðin. Áætlaður kostnaður Akraneskaupstaðar er um kr. 3 millj. og er óskað eftir fjárveitingu til verksins.

3.Aðalskipulag - kynning

1002249

Bréf Skipulagsstofnunar dags. 23. febrúar 2010.


Lagt fram.

4.Dagsektir - úrskurður v. framkvæmdar

1003038

Bréf Skipulagsstofnunar dags. 1.3.2010 þar sem vakin er athygli á úrskurði úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarlaga frá 7. sept.2009, í máli nr. 114/2008.


Skipulags- og umhverfisnefnd vísar bréfi Skipulagsstofnunar til kynningar í bæjarstjórn.

5.Dagur umhverfisins 2010.

1003067

Bréf Umhverfisráðuneytis dags. 2.3.2010 um dag umhverfisins.Nefndin beinir því til grunn-og leikskóla bæjarins að dagur umhverfisins sem er sunnudagurinn 25. apríl n.k. verði kynntur sérstaklega í skólastarfinu.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00